Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 173
Skírnir]
Magnús Stephensen.
167
«ú raunin á, að manni verður jafnvel minna fyrir því að
standa augliti til auglitis við hið óskiljanlega, geigvænlega,
en að heyra frá því sagt. Hin geigvænlegustu fyrirbrigði
urðu loks hversdagsleg þeim, sem fyrir eldunum urðu.
Broddur geigsins sijófgaðist af því að stinga of oft. En í
trásögninni héldu þessir atburðir áfram að vera nýstár-
legir, djöfullegir, hörmulegir. Enn í dag, eftir 150 ár, vekja
þeir hrollkenndan geig.
Það var því að vonum, að eldfregnirnar fyrstu komu
ihinu mesta róti á hugi manna, hvar sem þær fóru, enda
var hér um að ræða hin stórkostlegustu náttúru umbrot, er
þekkzt höfðu. Var hvergi af neinu dregið, og sjálfsagt nóg
af hviksögum. Jafnvel skýrslur yfirvaldanna til hinnar lands-
föðurlegu stjórnar í Kaupmannahöfn tóku, aldrei þessu vant,
dálítinn fjörkipp, þegar að því kom að skýra frá ógæfu
þeirri hinni miklu og válegu, er þyrmt hafði svo óvænt
yfir eitt af löndum hans velvísu hátignar konungsins og
hans trúu og guðhræddu þegna. Slík ótíðindi röskuðu nú
Teyndar engan veginn ró hans velvisu hátignar Kristjáns
konungs VII., því að hann var þá fyrir þó nokkru orðinn
full-geggjaður á sönsunum. En það var einhvern veginn
•eins og slíkt kæmi ekki að sök, því að sannarlega þurfti
imikið til þess að hagga jafn guðdómlegri stofnun og hinu
upplýsta einveldi í ríkjum Danakonungs um þessar mund-
ir: því að á meðan önnuðust ráðherrar og mjög-skrifandi
■embættismenn um hag þegnanna, eins og ekkert hefði í
■skorizt. Nú nutu íslendingar þess, að stjórnarskrifstofurnar
áttu á að skipa nógum mönnum, sem um langan aldur
höfðu fengið æfingu í því að bjarga þessari hrakfallasömu
þjóð frá margvíslegu fári og hressa hag hennar við á ýmsa
lund, þótt stirt gengi. Og þessir menn og forsjón þeirra
bilaði ekki heldur nú, þegar hvað mest lá við. Stjórnin
ákvað þegar að senda skip til íslands, hlaðið ýmsum nauð-
synjavörum til hjálpar nauðstöddu fólki í eldsveitunum, og
mun þetta hafa verið fyrsta farmaskip, sem siglt hefir til
íslands á veturnóttum. Var það rösklega ráðið og fram-
kvæmt, því að eigi var því lík för yfir íslandshaf áhættu-