Skírnir - 01.01.1933, Qupperneq 86
80 Sýslumannaæfirnar og islenzk ættvísi. [Skírnir
hans og eindæma vandvirkni. Að vísu hefir hann stundum
orðið að grípa til getgátna, en getgátur hans eiga ávallt
við einhver rök að styðjast. Ekkert er fjarlægara öllu skap-
ferli hans en djarfar og hæpnar getgátur; hið sanna vís-
indamannseðli er of ríkt í honum til þess að hann ekki
skirrist við að grípa til slíkra meðala. Það er þá líka skoð-
un mín, að þeir megi fara snemma á fætur, sem ætla sér
að finna skekkjur hjá honum, sem nokkuru máli skifti. Að
einstöku smávillum bregði fyrir í ættfærslum á stöku stað
er sízt tiltökumál í jafn miklu riti. Það gengi kraftaverki
næst, ef tækist að gera jafn mikið rit svo úr garði, að
•engra slíkra missmíða yrði þar vart.
Síðan er vér eignuðumst hið vandaða registur við
Sýslumannaæfirnar hefir notagildi þeirra aukizt til mikilla
muna. Fyrir það eru þær, eins og ég vék að fyrri, orðnar
eins konar »handbók í íslenzkri ættvísi«, hin fyrsta, sem
vér höfum eignazt, og munu vafalítið lengi halda gildi sínu
og verða um hönd hafðar sem slík handbók, enda má
gera ráð fyrir, að þess verði enn langt að bíða, að vér
eignumst allsherjarættartölubók fyrir land allt. Með þvi að
færa ættirnar sem lengst niður, hefir það áunnizt, að fjölda
manna, sem leikur hugur á að kynnast ætt sinni, á að
vera hægt um vik að ná þar einhvers staðar i einhverja
grein af ættstofni sínum, sem þeir geta rakið ættir sínar
■eftir. Og fyrir alla þá, sem hér eftir kynnu að vilja leggja
«tund á íslenzka ættvísi, er með Sýslumannaæfunum greidd
gata á ýmsa vegu, svo að ekki eru samanberandi erfið-
leikarnir, sem hér eftir verður við að stríða, og þeir, sem
urðu á vegi fyrri tíðar manna, sem gáfu sig við slíkum
fræðirannsóknum. Hið nálega eina, sem gera má ráð fyrir,
-að þeir, sem nota kunna Sýslumannaæfirnar á komandi
tíð sem handbók í íslenzkri ættvísi, kunni að finna ritinu
til foráttu er það, að ættirnar í fyrsta bindinu og fyrsta
þriðjungi annars bindis hafa ekki verið færðar jafnlangt
niður og í hinum hlutum ritsins. En um þetta verður dr.
Hannesi ekki kennt, því að hann tók ekki við útgáfunni
fyr en með 3. hefti annars bindis. Lika kynni einhver að