Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 113
Skírnir]
Máttur nafnsins í þjóðtrúnni.
107
sem kynnzt hafa skáldskaparmálinu forna, eru guðanöfn
næsta algeng sem stofnorð mannkenninga (sbr. t. d. mann-
kenningar eins og bauga-Týr, boðvar-Týr, sverð-Freyr,
randa-Freyr og fjornis-Freyr). Aftur á móti eru auknefni
Óðins notuð hiklaust sem stofnorð mannkenninga. Má til
•dæmis geta kenninga eins og hjarar-Þundr, þremja vandar
Þundr, malma Gautr, grafnings látra Gautr, sverð-Rognir,
val-Rognir.17) Þessi notkun auknefna Óðins fram yfir sjálft
Óðins-nafnið verður trauðlega skýrð á annan hátt en þann,
•að mönnum hafi staðið sá ótti af Óðins-nafninu, að óhyggi-
legt og jafnvel ósæmilegt hafi þótt að nota það i mann-
'kenningum.
Ekki er svo að skilja, að Óðins-nafnið komi ekki fyrir
í ýmsum kenningum, t. d. í kenningum, er tákna vopn og
herklæði. En of ægilegt og heilagt hefir það þótt í heiðn-
um sið til þess, að vanmáttugum mönnunum væri líkt við
þann, sem bar það; — en ýmsum kenningum er þann veg
farið, að um stytta samlíking er að ræða milli hugtaks þess,
sem kennt er og þess, er stofnorð kenningarinnar táknar. í
kristnum sið hélzt sú regla, að forðast Óðins-nafnið í mann-
kenningum, og hafa skáldin í því sem öðru fylgt skáldlegum
venjum fyrirrennara sinna, enda fer því fjarri, að koma krist-
innar trúar á ísland hafi myndað nokkur tímamót í íslenzkri
kveðskaparlist. En fleira en skáldleg venja ein gat valdið
•einhverju um, að regla þessi hélzt. Óðinn var ekki úr sög-
unni, þótt honum væri steypt af stóli, því að eftir að
kristni kom á ísland, tóku menn að líta svo á, að Óðinn
og djöfullinn sjálfur væri eitt og hið sama. Það er því
ekki fjarri lagi, að ætla, að vanhelgitabú hafi komið smám
saman á Óðins-nafnið, og hafi því illa þótt sæma kristnum
mönnum, að þeim væri líkt við Óðin.
Enda þótt Þórr eigi sér mjög fá heiti saman borið við
Óðin, og nafn hans hafi verið notað hiklaust í manna- og staða-
nöfnum, er bert, að Þórsnafnið hefir ekki þótt hafandi í
fiflskaparmálum. Þetta má ráða af því, að hvergi er Þórs-
nafnið notað sem stofnorð mannkenningar í fornum kveð-
•skap og aðeins á einum stað sem stofnorð dvergskenningar18)