Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 145
Skírnir]
Arabisk menningaráhrif.
139
leður frá Kórdófu, höfuðborg Serkja við Guadalquibir, þar
sem musterið tígulega var reist með 1100 súlum af marm-
ara og purpurasteini. Á frönsku er enn orðið »cordonnier«,
sá sem vinnur að kordúnu, algenga orðið um skósmið. Svo
föstum ítökum geta menningarorðin náð í hámenntuðu
tungumáli eins og franskan er
En höldum áfram sömu sögunni og hittum Karlamagn-
ús sjálfan. »Hann var þá svá búinn, at einn dýran kyrtil
af vildasta klæði, er eximi kallast, hafði hann ok þar yfir
rauða skikkju af hinu fegrsta cicladi, samdregna snjáhvit-
um skinnum.« Eximi er þétt, þungt silki, einskonar »bro-
kade« og tekur nafn sitt úr miðaldalatínu, »examitum«,
sem sennilega kemur af arabiska orðinu samit með sömu
merkingu. Siklat (ciclad) eða siklatun, gullofinn silkivefnað-
ur, er líka yfir miðaldalatinu eða fr. kominn úr arabisku
•orðunum siklat, siklatún, sem þegar eru notuð af arabisk-
um höfundi á Spáni, frá 10. öld, Ibn-Hajjan, og einnig i
æfintýrasafninu »Þúsund og einni nótt«.
Auk þessara orða má nefna úr gamla málinu bliat,
bukram og fustan. Bliat er einhver dýrmæt austræn voð,
flutt af Aröbum til Suðurevrópu, en saga orðsins er enn
óútkljáð. Bukram er einskonar stórgert léreft, sem mikið
•er notað í nýtízku bókbandi, og heitir eftir bæ í Turkest-
an, Búkhara að nafni.
Fustanskyrtil rauðan bar Egill, þegar hann heygði son
sinn Böðvar, og stendur í Sverris sögu: »Erlingr jarl hafði
rauðan kyrtil af fustani«. Þetta fustan er baðmull og ei
oft nefnt í ísl. kirkjumáldögum. Orðið er hreint arabiskt,
fustctn eða fusjtan, og er enn í Egyptalandi haft í merk-
ingunni kvenbúningur.
Loksins kemur eitt orð, sem lítur alveg rammíslenzkt
út, en er þó upphaflega arabiskt. Það er hjúpur. Þetta orð
•er ekkert annað en fr. »jupe«, á ítölsku »giubba«, arabisku
djubba. Merking orðsins hefir breytzt með tímanum. Á arab-
isku er djubba létt, ermastutt yfirhöfn, á frönsku pils, í
sögumálinu ermalaus treyja og nú slæða, blæja.
Að fara á þennan hátt út í alia smámuni, mundi gera