Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 205
Skirnir] Mustafa Kemal og Tyrkland hið nýja. 199
Saga Tyrklands í síðustu hálfa þriðju öld, hefir verið sann-
kölluð raunasaga. Sífelldir ósigrar og sífelld smækkun ríkis-
ins, og um miðja síðustu öld var svo komið, að menn
bjuggust almennt við að það mundi þá og þegar líða undir
lok. Að það ekki varð, er að þakka einum manni, Abdul
Hamid II., er var soldán 1876—1909. Hann var einhver
slægvitrasti bragðarefur, er við völd hefir setið á síðari
tímum. Honum tókst að ala svo á sundurlyndi stórþjóð-
anna, að tyrkneska ríkið fékk að vera í friði, af því að
þær gátu ekki komið sér saman um, hvernig því skyldi
skipt.
En þótt ríkið héldi saman, þá voru þó feigðarmörkin
auðsæ, Tyrkland var enn með fullkomum miðaldablæ. Allt
andlegt líf var í fjötrum og efnalegar framfarir sáralitlar;
«ftir því sem vestrænu rikin tóku meiri framförum, drógst
Tyrkland meira og meira aftur úr. Abdul Hamid gat ekki
lengur haldið ríkinu einangruðu. Þjóðfélagshreyfingar Vestur-
■landa tóku að berast til Tyrklands, og soldáninn sá, að
ekki var lengur hægt að stjórna ríkinu með gömlu aðferð-
inni, heldur varð að læra af vesturþjóðunum.
Nú var það ráð tekið, að senda unga tyrkneska her-
foringja og stúdenta til þess að stunda nám í Vesturlönd-
‘um, einkum Þýzkalandi. Þessir menn drukku í sig þjóð-
félagsskoðanir Evrópuríkjanna, og þegar þeir komu heim
aftur, boðuðu þeir þá kenningu, að ef stjórnarfari Tyrk-
lands væri breytt, þingræði lögleitt o. s. frv., þá mundi
Tyrkland hefjast aftur til fornrar frægðar.
Um þessa nýju leiðtoga myndaðist brátt flokkur, er
tók sér nafnið Ungtyrkir. Þeir hrundu soldáni úr völdum,
og settu frænda hans, Múhameð V., algerlega þróttlausan
mann til valda.
Nú hófst hnignunin fyrir alvöru. Balkanstríðið 1912
svipti Tyrki nálega öllum löndum, er þeir enn þá höfðu
ráðið yfir í Evrópu. Ungtyrkir fengu engu til leiðar
komið og urðu brátt viljalaus verkfæri í höndum þýzkra
stjórnmálamanna. Helztu foringjar Ungtyrkja, Enver, Talaat
«g Djemal höfðu stundað nám í Berlín og voru hrifnir af