Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 37
Skiinir]
Undirrót og eðli ástarinnar.
31'
beita skapanmegini sálrænnar ástar að fullkomnan sjálfs.
fóstursins í móðurlífi, verð ég að gera grein fyrir rann-
sóknum þeim innan vébanda lífeðlisfræðinnar, sem leiddu:
til gagngerðrar þekkingar á hinu víðtæka orkumegini magn-
kirtla frjókerfis, — og þó aðeins í sárfáum aðaldráttum.
Hinn austurríski læknir og lífeðlisfræðingur Biedl mun
vera einna lærðastur núlifandi manna í magnkirtlafræði..
Hefir hann einna fyrstur manna komizt að raun um það,
að áhrif magnkirtla geta verið með tvennu móti, bæði já-
kvæð og neikvæð — það er að segja, að magnhrif milli.
tveggja persóna eru oftast þannig, að þau annaðhvort
örva lifsstörfin eða draga úr þeim. Verða áhrif þessi senni-
lega beinlínis fyrir fjarlvif frá einum til annars, og þá senni-
lega fyrir ósýnilegt geislamegin, sem magnkirtlarnir og vef-
irnir senda frá sér. — Svo er og sennilega um flest þau efni,
sem hafa áhrif á lífsstörfin með návist sinni einni saman,.
og án þess sjálf að eyðast. Eru slík efni nefnd „katalysa-
torar“ á alþóðamáli, og mætti ef til vill nefna þau hrað-
virkjara eða fjarvirkjara á voru máli. Vita menn og nú, .
að eigi getur það efni, að eigi sendi það geisla frá sér„.
og það bæði lífræn og ólífræn efni. Má þá nærri geta, að
þau efnin, sem reynzt hafa altækir orkuvakar, muni hlaðin
magnmeiri geisla-orku en þau efni, er lítil sem engin fjar-
hrif hafa á nokkurn hátt.
Fæstir munu þeir, að eigi finni ákveðin áhrif í návist
annara manna. — Geta áhrifin verið með ýmsu móti, geð--
felld, ógeðfelld — þægileg, óþægileg. Og það enda þótt
eigi komi neinar beinar ástæður til greina, svo sem sam-
ræmi eða ósamræmi í skoðunum eða samræmi eða ósam--
ræmi í hneigðum og hugðum. Sumir vekja oss ósjálfrátt sam-
úð — aðrir andúð. Um fæsta er manni algerlega sama. —
Um fæsta er hægt að segja, að þeir hafi engin ósjálfráð
áhrif á oss.
En öll þessi áhrif, bæði þau geðfelldu og þau ógeð-
felldu, eru í raun og sannleika aðeins frumstœð drög þeirra
tilfinninga, er vér í daglegu tali nefnum óbeit eða ást, eftir-
því á hverja sveifina þær hallast.