Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 187
Skirnir]
Magnús Stephensen.
181
fölin utan á sig, nema lítilfjörlega ræfla. Hann tók það
ráð, að hann fór af skipsfjöl og upp að Leirá, því að hann
hefir væntanlega ætlað upp á eitthvert liðsyrði hjá amt-
manni, og reyndist sú von ekki árangurslaus. Hann kom
þar, sem sagt er, og sagði heimilisfólkið svo, að það hefði
aldrei séð eins rytjulega klæddan mann i hans stöðu.
Hann hitti amtmanninn úti og heilsar hæversklega. Amt-
maður tók því blíðlega, segir hann velkominn að koma
inn með sér, lét slá upp veizlu og gerði við hann eins og
hann væri stórhöfðingi og vinur hans. Um kvöldið kallaði
hann á helztu þjónustustúlku sína og skipar hann henni
að fylgja gestinum til rúms og láta hann sofa í heldri
gesta rúmum og færa honum hrein nærföt. Þetta undruðust
allir, því að hann var aldrei þessu vanur, en í sama bili
hittir hann dóttur sína, gengur að henni hlæjandi og segir:
»Nú, Sigríður mín, hvernig lízt þér á gestinn?« Hún svar-
ar: »Ekki er á að lítast, það veit ég, að þeir eru ekki
allir efnilegir siglingamennirnir«. Hann gegndi: »Þú skalt
tala varlega, þetta verður maðurinn þinn«. Hún svarar:
»Varla trúi ég því«, en hann sagði, að sú myndi raunin á
verða. — Þannig hljóðar þessi þjóðsaga. Forlög, spásögn,
æfintýri — hér vantar ekkert af því, sem ímyndunarafl
fólksins þarfnast tíl þess að skýra hina ótrúlegustu og fá-
gætustu atburði og gera þá, ef svo mætti segja, að hvers
manns hlutskipti: Því að meðan kóngur og drottning eiga
sér dóttur, er enginn karlsson í ríkinu svo snauður og
djúpt lagstur í öskustóna, að forlögin megni ekki að efla
hann til þess að eignast bæði kóngsdótturina og ríkið, ef
þeim bíður svo við að horfa.
En Sigriður Magnúsdóttir myndi víst hafa getað gefið
miklu einfaldari skýringu á þessari einkennilegu ráðbreytni.
Ólafur Stephensen var fríður maður, lipur í umgengni,
kátur og fjörugur, gáfaður og vel menntaður eftir því sem
þá gerðist. Og þótt hann væri félaus, var hann af góðu
bergi brotinn i ættir fram, og líklegur var hann til frama,
svo vel gerður maður. Sjálfur var Magnús Gíslason gleði-
maður mikill, örlátur og vinsæll af allri alþýðu manna, og