Skírnir - 01.01.1933, Side 34
28
Undirrót og eðli ástarinnar.
[Skírnir
Hvað sem þessu liður, þá er víst um það, og getur
hver og einn séð það í hendi sér, að manngildi það, sem
ástin veitir honum, er undir því komið, á hvern hátt þessir
þrir aðalþœttir eru blandaðir í ást hans. Hinn frumstæð-
asti þátturinn er eiginlega gersneyddur öllum tilfinningum
gagnvart hinum aðila. Hinn skynræni þáttur ástarinnar er
aðallega þrunginn aðdáun á hinum aðila. Og hinn sálræni
þáttur vekur vitund um aukið andrænt orkumegin, sem á
einhvern dulþrunginn hátt stafi frá hinum aðila og hefir
þar af leiðandi aukið manngildi í för með sér. — Mun ég
síðar skýra frá því, á hvern hátt lifeðlisfræðingum hefir
tekizt að sýna fram á það, að ástin er upprunalega háð
magnkirtlum frjókerfis. En út frá þessari skilgreining á höf-
uðþáttum ástarinnar getum vér betur en áður gert oss
grein fyrir aðstöðu skáldanna gagnvart ástinni, og mun
raun bera vitni um, að þrátt fyrir allt skáldlegt innscei, þá
yrkir hvert skáldið um sig aðallega um þann þátt ástar-
innar, sem hans eigið eðli hefir verið nœmast fyrir og.
orðið gagnteknast af. Allflestir þekkja helztu ljóðskáldin
okkar, og skal ég ekki grandskoða ástakvæði þeirra hér,.
aðeins í fám orðum drepa á þau skáldanna og einstök ljóð
þeirra, þar sem hinir göfugustu þættir ástkenndarinnar,
þeirra er nú voru nefndir, koma berlega fram.
í fornsögum okkar ber mest á ástaljóðum Kórmaks.
Kemur þar fram innileg hrifning á ástmeynni Steingerði,
og enda sálræn ást. Kannast allir við hina óviðjafnanlegut
aðdáun í kvæðinu: »Heitask hellur fljóta« o. s. frv. —
Þegar kemur niður að nútímanum, er Stefán Ólafssont
(1619—1688) hið fyrsta Ijóðræna og sálræna ástaskáld —
þó hann ætti og aðra strengi og frumstæðari á hörpu'
sinni. »Ég veit eina baugalinu« og »Björt mey og
hrein« lifa enn á hvers manns vörum. Enda lýsa þau
svo innilegri og sálrænni ást, að hún snýst aðeins upp í
sorgþrunginn söknuð — en ekki í hatur —, þegar ástmær-
in tekur annan fram yfir skáldið. En það er yfirleitt ótví-
rætt merki frumstæðrar ástar, að hún ofur-auðveldlega
snýst upp í hatur, ef til vill hefndir, ef hún fær ekki þæ
íullnæging, sem hún krefst af hinum aðila.