Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 222
216
Ritfregnir.
[Skírnir
og stuttoröri sem verða má af kjörum og högum þjóðarinnar“ áður
en J. S. hóf starf sitt og gefur þar á að líta „hversu þá var um-
horfs á Islandi um stjórnháttu, verzlunarlag og þjóðhagi, lifnaðar-
liáttu og menning". Tekur þessi fróðlegi frumþáttur yfir nær 40 bls.
— Þá hefst 1. kafli: „Af ættmennum Jóns Sigurðssonar“. Segir gerla
frá nánasta foreldri hans og ættingjum og þvínæst eru raktar marg-
ar ættkvíslir langt í aldir fram, en þó ekki í forneskju, enda óþarft,
þar sem fornættimar era sameign allra Islendinga að meira eða.
minna leyti. Ilitt er meira vei't að vita deili á þeim ættliðum, er nær
liggja og er að því vikið, hversu Jóni Sigurðssyni komu sum ein-
kenni langt úr ættum. Standa þar að öllum megin miklir og merki-
legir ættbálkar. Næst segir frá námi Jóns og uppvexti, störfum eftir
stúdentspróf lieima á Islandi; eru þeirra merkilegust störf hans og.
vist með Steingrími hiskupi, er átti mikil söfn bóka og handrita.
Efldist Jón þar að margvíslegri þekking, er honum kom að góðu
haldi síðar. Þá segir frá háskólanámi, kennendum, námsbræðrum og
margháttaðri starfsemi fyrir ýmisleg vísindáfélög, rannsóknum í forn-
fræði og sögu Islands, Svíþjóðarföi', ýmsum félagsskap Islendinga
og foringjum þeirra, svo sem Fjölnismanna, stofnun nýrra Félags-
rita og frá högum Jóns og háttum á þeim árum. Er þetta allt rnjög"
fróðlegt og margt, sem fæstum hefir kunnugt verið um langt skeið.
Annað bindi hefst með „liðskönnun“. Segir þar af einkennum.
einvaldsins og helztu fylgifiskum þess eða embættismönnum hér á
landi fyrra hlut 19. aldar. Er þar fyrstan að telja Magnús dómstjóra
Stephensen og athafnir hans. Var Magnús „hreinn 18. aldar maður“
lun stjórnmálaskoðanir og bjargfastur einveldissinni, en víðsýnni um
trúmál og vægri um dómsáfellingar, en flestir samtíðarmenn. Frá-
leitt telur höf. að eigna honum ritið: „Memoir on the causes of the
present distressed state of the Icelanders and' the easy and certain
means of permanently bettering their eondition. By an Icelander“,
er út kom í Englandi og ekki alls fyrir löngu í íslenzkri þýðing í
„Aldahvörfum“, er Bjami Jónsson frá Vogi gaf út. Leiðii' höf. rök
að þessu. Lýsir því næst hverjum af öðrum inna „drottinhollu“ em-
hættismanna um og eftir daga Magnúsar, þeim Bjarna amtmanni
Þorsteinssyni, Grími amtmanni Jónssyni, Bjarna amtmanni Thoraren-
sen, er hinum var þó að mörgu frábrugðinn, Isleifi dómstjóra Ein-
arssyni, Ama biskupi Helgasyni í Görðum, Þórði dómstjóra Svein-
hjörnssyni, Páli Melsted amtmanni, Þórði Jónassyni, Pétri biskupi
og Jóni hróður hans og að lokum er getið inna yngstu, þeirra Bergs
Thorhergs og Magnúsar Stephensens landshöfðingja. Þó að dómur
sumra þessara manna sé nokkuð þungur, þá virðist höf. þó dæma um
þá með mikilli sannsýni. Flestir þessara manna vóru lengur eða
skemur „konungkjömir“ alþingismenn og eru afskifti þeirra og fram-
koma glögglega rakin bæði í þessu bindi og í inum síðari bindum-