Skírnir - 01.01.1933, Blaðsíða 176
170
Magnús Stephensen.
[Skírnir
sú alda ber, sem lyftir manni í svip á sínum himingnæfa
faldi. Góð greind og sæmilega staðgóð þekking getur lok-
ið upp augum manns fyrir sögulegum tengslum, er honum
'hafði yfir sézt fyrr, bent honum að greina þar á milli, er
honum hafði fyrr kennt verið að saman ætti. En spámann
þarf til hins, að fá rakið tengsl atburðanna fram í tímann,
sjá hvert horfir, vita hvenær rétt horfir og kunna og þora,
ef svo vill verkast, að sveigja rás viðburðanna, að því
deyti sem slíkt er annars nokkrum manni unnt. Slíkir menn
eru nú á dögum kallaðir stjórnvitringar, að minnsta kosti
af fylgismönnum sínum, og svo eftir dauða sinn (og má
engan veginn blanda því heiti saman við heitið stjórn-
málamaður — að ég tali nú ekki um ráðherra), og er þess-
háttar gáfur helzt að finna meðal þjóða, er telja menn
mörgum miljónum saman, og þó ekki alltaf. Það ætti því
varla að varða þjóðníðingsnafni, þótt upp úr sé kveðið um
þann mjög eðlilega og í sjálfu sér óhjákvæmilega sann-
leika, að íslenzka þjóðin hefir fáa menn alið, er slíkar gáf-
ur ætti, og sizt í mjög ríkum mæli, eða mjög glæsilegar,
og er það að vonum. Því að mennirnir vaxa af viðfangs-
efnunum. Smá viðfangsefni leyfa ekki mikil átök, og hjá
fámennri og í ýmsum greinum frumstæðri þjóð verður
baráttan nærri óhjákvæmilega með þeim hætti, að hún
smækkar mennina. Hún lyftir þeim nærri því aldrei, hún
dregur þá langoftast niður. En er þá í raun og veru um
nokkuð að ræða hér? Hverjir eru það eiginlega, sem á
liðnum öldum hafa barizt stjórnmála-baráttu fyrir þjóð vora,
hafa haft gáfur, víðsýni og þrek til þess að berjast fyrir
■ alþjóðarheill fyrst og fremst, sveigt eða reynt til hins ýtr-
asta að sveigja rás viðburðanna á þann veg, sem fram-
sýni þeirra benti þeim til að rétt væri og nauðsynlegt til
þess að þjóðin fengi notið krafta sinna og hæfileika, not-
ið gæða landsins, notið framfara, hagsældar og sannrar
menningar: notið frelsis? Flestir munu vilja nefna hér til
■Jón Sigurðsson, og enginn mæla því í gegn. Einhverjir
vilja, að nefnd sé líka önnur nöfn. Þeir um það. Hér skal
•aðeins minnzt á einn mann, sem að vísu hafði ekki allar