Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 6
Það er mikil gróska í körfubolt-
anum hér á landi um þessar mund-
ir og fer aðsókn að leikjum úrvals-
deildarinnar vaxandi enda margir
leikirnir mjög spennandi, þar sem
úrslitin ráðast oft á tíðum ekki fyrr
en á loka sekúndunum. Þá hafa
körfuboltamenn gert eitt og ann-
að til að örva aðsóknina og hafa
ráðamenn körfuboltadeildarinn-
ar í Val þar riðið á vaðið undir for-
ystu formannsins, Halldórs Ein-
arssonar.
Þessvegna fannst okkur til-
hlýðilegt, að eiga stutt spjall við
Halldór og þar sem óþarft er að
kynna hann fyrir Valsmönnum
lá beinast fyrir að spyrja, af hverju
þetta starf að mér annað ár, var ég
ekki viss hvort ég hefði tíma til að
sinna því. Það var þó ofaná að ég
hélt áfram og fékk með mér á-
hugasama menn, sem aldrei
höfðu nálægt körfubolta komið,
að einum undanskyldum. Og ég
get bætt því við svona til gamans,
að þegar Valur lék sinn fyrsta leik
í íslandsmótinu, voru tveir af
stjórnarmönnunum, að sjá sinn
fyrsta körfuboltaleik.
-Hvernig hefur starfið gengið?
Það hefur gengið vel og fer
batnandi, því starfsskifting á milli
manna er orðin fastmótuð. Einnig
er mikilsvert, að hjá okkur starfar
mjög öflugt 4. manna unglinga-
Nú er ég farinn að þekkja reglurnar og
hafa gaman af körfubolta
-spjall við Halldór Einarsson formann körfuknattleiksdeildar Vals
hann, sem var og er jafnvel enn,
kunnur knattspyrnumaður og
hefur starfað mikið fyrir þá íþrótt,
er allt í einu orðinn formaður
körfuknattleiksdeildar.
Ja, hvað kom til, sagði Halldór
og brosti. - Ætli ástæðan sé ekki
sú, að ég hafði kynnst strákum
sem unnu fyrir körfuboltann í Val
og hafði lítilsháttar aðstoðað þá í
sambandi við auglýsingar á bún-
inga. Mér líkaði vel við strákana
og þegar Bergur Guðnason for-
maður Vals kom að máli við mig
og bað mig um að taka að mér
formennsku í deildinni, sló ég til.
Nú önnur ástæða er auðvitað sú,
að með þessu vildi ég líka reyna
að láta eitthvað gott af mér leiða
fyrir Val.
-Okkur skilst, að það séu fleiri
stjórnarmenn en þú, sem tengjast
knattspyrnunni?
—Jú það er rétt. Það var í fyrra,
sem ég tók við formennskunni og
hafði ég raunar meira gaman af
þessu starfi, en ég átti von á. Þeg-
ar ég stóð frammi fyrir því, að taka
ráð undir stjórn Einars Matthías-
sonar. Þar hefur hver maður um-
sjón með ákveðnum flokk. Einar
var formaður landsliðsnefndar í
fyrra og hefur því mikla reynslu.
Varðandi starfið að öðru leiti þau
tvö ár, sem ég hef verið formaður,
þá má geta þess að við urðum
Reykjavíkurmeistarar bæði 1978
og 1979 auk þess sem við lékum
til úrslita í íslandsmótinu í fyrra,
en töpuðum. Þá unnum við
meistaratitil í yngri flokkunum.
Þetta munu vera fyrstu meistara-
titlarnir, sem Valsmenn vinna í
körfubolta.
-Hvað œfa margir körfubolta
hjá Val?
Það munu vera um 200 virkir
þátttakendur og áhugi mikill og
fer vaxandi. Við sendum alla ald-
ursflokka karla í mót, en kvenna-
flokka höfum við ekki.
- Venjan er í viðtölum, sem
þessum, að tala um vandamál og
þá venjulega peningaleysi.
Peningaleysi þekkjum við ekki,
sagði Halldór og hafði auðsjáan-
4