Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 96
Björnsson. M.fl. kvenna hefur ekki enn hlotið
þjálfara en vonir standa til að úr því rætist á næstu
dögum. Aðrir flokkar eru svona í umhugsun. Þó
má telja víst að Pétur Guðmundsson og Björg
Guðmundsdóttir verði með 2. fl. kvenna. En það
væri gaman að fá M.fl. menn til að þjálfa yngri
flokka hjá Val. En árangur í 5 fl. karla sýnir að það
er mikilvægt að hæfir menn veljist í þessi störf en
þá kemur peningaspursmálið alltaf upp.
En Valsmenn ef við œtlum að vera með á nœstu
árum, þá verður að gera átak í þessum efnum.
Gaman vœri að láta verða af þessu M.fl. menn.
Hugsið um framtíð Vals.
Fjármál.
Kjartan Guðmundsson gjaldkeri H.K.D. Vals
hefur gert mikið og gott átak í þeim málum ásamt
öðrum stjórnarmönnum og mun það koma fram í
reikningum deildarinnar. Nú er bara að halda áfram
á sömu braut. Þó er þessu kannski mest að þakka
Þórarni og Gunnsteini fyrir þeirra framlag, en þeirra
er hrósið þar sem þeir þjálfuðu svo að segja fyrir ekki
neitt, eða sára litla upphæð.
Flugeldasala.
Hkd. Vals og Knd. Vals voru með sameigin-
lega flugeldasölu á árinu sem leið og tókst hún
með ágætum og er það von okkar að það samstarf
megi halda áfram um næaiu áramót.
Hlutavelta.
Deildin hélt hlutaveltu að Hallveigarstöðum í
vetur og má segja að hún hafi mistekist illilega
en við erum þá reynslunni ríkari og eru menn
ákveðnir í að halda aðra að hausti komandi. En það
þarf að fá meira af fólki til starfa við svona fyrirtæki.
A uglýsingar á búninga.
Hkd. Vals fór þess á leit við Samvinnuferðir
að endurnýja samning frá í fyrra og tókst samkomu-
lag milli aðila um þau mál, þó svo að við Valsmenn
séum ekki allskostar ánægðir með þann samning en
hann rennur út nú 1. sept. og er það von okkar að
betur megi takast á næsta ári og eru viðræður
þegar hafnar við aðila hér í bæ.
Viðurkenningar.
Á árshátíð Vals voru eftirtaldir heiðraðir:
Björg Guðmundsdóttir .. Jyr*r 250 leiki
Halldóra Magnúsdóttir .. ~ 100
Jón H. Karlsson ........ _ 300
Bjarni Guðmundsson .... _ 100
Steindór Gunnarsson .... - 100
Uppskeruhátíð.
Uppskeruhátíð var haldin fyrir yngri flokka fél-
agsins í félagsheimilinu 4. maí síðastliðinn og þótti
hún hafa verið nokkuð góð.
Einnig var uppskeruhátíð haldin fyrir eldri flokka
með pomp og pragt og var gleði mikil fram undir
morgun.
Lokaorð.
Stjórn sú sem skilar af sér störfum hefur sjálf-
sagt yfirsést margt en er það þó von okkar að ýmis-
legt hafi verið gert Val til bóta. Árangur Vals á liðnu
ári er til fyrirmyndar og margir titlar í höfn, ber þá
hæst árangur M.fl. karla, sem gerðu sér lítið fyrirog
sigruðu öll mót og smá mót „nema eitt“ eða 5 mót
alls, og þá 5 fl. karla sem er mikið ánægjuefni þar
sem Valur hefur ekki eignast íslandsmeistara í yngri
flokkum karla síðan 1967 eða 10 ár. Félagslífið má
alltaf vera öflugra en það er nú svo að þó haldnir séu
fundir og skemmtanir þá mæta þar svo fáir.
Valsmenn góðir, við vonum að næstu stjórn megi
farnast vel og vera þess megnug að leysa þau vanda-
mál á komandi tímabili, sem verða mörg og stór og
sérstaklega þá í fjármálum en í þeim málum bíða
mörg mál úrlausnar. Stjórnin þakkar ykkur félagar
góðir fyrir ánægjulegt samstarf og heilladrjúgt.
Einnig þökkum við samstarf við aðalstjórn og hús-
stjórn og aðrar stjórnir innan Vals. Er það von
okkar að í þessari skýrslu megi líta það helsta sem
gert hefur verið á árinu. Þó er margt annað sem
mætti minnast á en látum þetta nægja í bili.
Stöndum saman og gerum næstu stjórn létt verk-
efnið, okkur og félagi okkar til heilla.
ÁFRAM VALUR
Árangur úr mótum
Meistaraflokkur kvenna: Reykjavíkurmót.
Valur í 3-4 sæti, hlaut 3 stig.
íslandsmót.
Valur nr. 3, hlaut 20 stig. Leikir Vals:
Valur - Víkingur ... 12-8
Valur - Fram ....... 14-13
Valur - Þór......... 12-9
Valur - Haukar ..... 17-11
Valur - Ármann...... 11-10
Valur - FH ......... 11-12
Valur - KR.......... 11-8
Valur - Víkingur ... 17-10
Valur - Þór......... 18-11
Valur-FH ............ 10-13
Valur - KR ........... 9-10
Valur - Haukar ..... 11-10
Valur - Ármann...... 12-8
Valur - Fram ......... 9-21
1. flokkur kvenna: Reykjavíkurmót.
Valur nr. 2, hlaut 1 stig.
íslandsmót.
Valur nr. I. hlaut 4 stig.
2. flokkurkvenna: Reykjavíkurmót.
Valur nr. 2 í A riðli, hlaut 4 stig.
íslandsmót.
Valur nr. 3 í A riðli, hlaut 11 stig.
3. flokkur kvenna: Reykjavíkurmót.
Valur nr. 2 í þa riðli, hlaut 4 stig.
íslandsmót.
Valur nr. 5 í B riðli, hlaut 5 stig.
Meistaraflokkur karla: Reykjavikurmót.
Valur sigurvegari hlaut 15 stig, skoraði 176
mörk gegn 144.
íslandsmót.
Valur sigurvegari hlaut 20 stig, skoraði 285
mörk gegn 258. Leikir Vals:
Valur - KR .......... 19-17
Valur - Víkingur .... 18-19
Valur-FH ............ 21-20
Valur - Haukar ...... 14-16
Valur - ÍR .......... 16-16
Valur - Fram ........ 21-23
Valur - Ármann....... 25-26
Valur - KR .......... 25-24
Valur-FH ............ 24-19
Valur - ÍR .......... 18-17
Valur - Haukar ...... 17-17
Valur - Ármann....... 26-22
Valur - Fram ........ 27-19
Valur - Víkingur .... 14-13
Bikarkeppni H.S.Í.
Leikir Vals:
Valur - Fylkir ...... 26-14
Valur - Þróttur ..... 25-24
Valur - Víkingur ..... 16-19
Evrópukeppni meistaraliða.
Leikir Vals:
Valur - Kyndil ...... 23-15
Valur - Kyndil ...... 30-16
Valur - Honved ...... 24-35
Valur Honved ........ 22-25
/. flokkur karla: Reykjavíkurmót.
Valur 7-8 sæti, hlaut 0 stig.
íslandsmót.
Va/ur nr. 1. Hlaut 10 stig í A riðli.
2. flokkur karla: Reykjavikurmót.
Valur nr. 4 í A riðli, hlaut 1 stig.
/slandsmót.
Valur nr. 5 í B riðli, hlaut 6 stig.
3. flokkur karla: Reykjavíkurmót.
Valur nr. 2 í B riðli, hlaut 4 stig.
íslandsmót.
Valur nr. 3 í B riðli, hlaut 10 stig.
4. flokkur karla: Reykjavikurmót.
Valur nr. 1 í A riðli, hlaut 6 stig.
íslandsmót.
Valur nr. 3 í B riðli, hlaut 8 stig.
5. flokkur karla: Reykjavíkurmót.
Valur nr. 3 í B riðli, hlaut 2 stig.
íslandsmót.
Valur sigurvegari, hlaut 18 stig.
Heildarárangur flokkanna
Flokkar Mót Unnin L u J T Mörk Siig % Nr.
M.fl. karla ... . 3 2 25 18 3 4 528-459 39 78 2
M.fl. kvenna .. . 3 0 20 12 1 7 219-198 25 62,5 5
I. fl. karla .... . 2 1 10 6 0 4 125-110 12 60 7
I. fl. kvenna 2 I 4 2 1 i 21- 7 5 62,5 6
11. fl. karla ... . 3 0 11 3 1 7 106-139 7 31,8 10
II. fl. kvenna . . 2 0 11 7 1 3 87- 52 15 68,2 3
III. fl. karla .. . 2 0 ii 7 0 4 141116 14 63,7 4
III. fl. kvenna . 2 0 11 4 1 6 48- 44 9 40,9 9
IV. n. karla .. . 2 0 13 6 2 5 98-97 14 53,9 8
V. fl. karla ... . 2 1 12 10 0 2 94- 67 20 83,3 1
23 5 128 75 10 43 1467-1289 160 64%