Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 17
Jón H. Karlsson og félagar hans fagna sigri.
En, þrátt fyrir, að þetta sé
mikill tímaþjófur og puðið sé
rnikið, þá er ánægjan enn meiri.
Eg fer ekki frá félögunum ef
Ela stendur á og margir eru að
hætta. Þetta eru jú árin, sem
maður getur staðið í þessu, við
hlaupum ekki í þetta þegar við
erum orðnir 40-50 ára, ekki í
keppnisíþróttirnar.
Svo ég hef ekki enn afráðið,
hvort ég hætti alveg strax. Við
Jón Karlsson vorum að grínast
að því um daginn, að þegar við
værum orðnir of gamlir til að
komast í lið, færum við bara í
fararstjórnina.
- Hvað finnst þér um lands-
liðið?
Það er allt of lítil fyrirhyggja
1 sambandi við þjálfun lands-
hðsins. Og frá olympíuleikunum
72 hefur beinlínis verið staðið
'ha að liðinu. Á þessum tíma
Var góður landsliðskjarni, sem
ekki var moðað nógu vel úr.
Sumrin eru ekkert nýtt til æfinga.
Ef til væri æfingaprógram fyrir
Sumarið, þyrfti ekki að slíta
mótin hér heima eins mikið í
sundur og þar með drepa niður
alla spennu og áhuga hjá áhorf-
endum, jafnt sem leikmönnum.
Og ekki virðist horfa neitt til
bóta. Jóhann Ingi var ráðinn til
liðsins síðasta haust, en engar
landsliðsæfingar höfðu verið um
sumarið. Ekkert hefur verið
ákveðið um framhaldið, hvort
Jóhann Ingi heldur áfram með
liðið eða ekki. Alla vega verður
Jóhann ekki á landinu í sumar
og engar landsliðsæfingar fyrir-
hugaðar. Þetta verður því sama
kakan enn einu sinni.
Nú væri einmitt tilvalið að velja
20 manna hóp, sem hefði tíma
til að æfa fyrir næstu B-keppni,
sem verðu ’81.
- Hvað með framtíð hand-
knattleiks á íslandi?
Hér er fullt af mjög efnilegum
strákum og ég er bjartsýnn á
framtíðina. Það að aðsóknin
hefur minnkað, tel ég vera vegna
þess að mótin eru slitin svo mjög í
sundur vegna landsliðsins. Það
er komin spenna í mót og svo er
bara ekkert leikið í þrjár til
fjórar vikur.
Árangurslega séð stendur ís-
lenskur handbolti ekkert illa að
vígi. Bæði Valur og Víkingur
slógu út lið frá Norðurlöndum
í Evrópukeppninni. Nei, hand-
boltinn er ekkert á niðurleið.
- Atvinnumennska í hand-
knattleikinn?
Það er nú fjariægt mark. Það
yrði þá að koma því þannigfyrir,
að félögin gerðu samning við viss
fyrirtæki, um að leikmennirnir
ynnu hjá þeim. Það gefur auga
leið, að það er erfitt fyrir fyrir-
tæki að vera með starfsmenn,
sem alltaf þurfa að fá frí á vissum
tíma dagsins, frí til utanferða
o.s.frv.
En það væri óneitanlega gott,
ef hægt væri að æfa 1-2 sinnum
á dag. Ég er viss um, að ef
Valsliðið æfði eins og lið frá
A-Evrópu, þá næði það geysi-
lega langt. Liðið hefur alla vega
mannskapinn til þess.
- Þið hafið nú orðið íslands-
meistarar í þrjú ár í röð. Hvers
vegna töpuðuð þið bikarnum?
Það hefði ekki átt að vera neitt
mál að vinna bikarinn. En við
eigum við svolítið einkennilegt
vandamál að etja. Við erum
búnir að vinna svo mörg mót,
að við náum ekki lengur upp
nógu mikilli stemningu. Þegar
við höfum tryggt okkur íslands-
meistaratitilinn, vorum við orðn-
ir ánægðir og okkur vantaði
hreinlega áhugann og viljann.
Ég vil geta þess, að stjórn hand-
knattleiksdeildarinnar hefur stað-
ið mjög vel að málum og við
erum henni þakklátir. Þá viljum
við þakka Hilmari og Gunn-
steini og síðast en ekki síst
Pétri liðstjóra fyrir góð störf í
vetur.
Axel Ammendrup.
15