Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 54

Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 54
Valsmenn á ferð og flugi Svíþjóðarför 2. flokks sumarið 1979 Aðdragandi Síðastliðinn vetur ákvað 2. flokkur Vals að stefnt skyldi að utanlands- ferð sumarið 1979. Eftir mikla íhugun og vangaveltur var ákveðið að fara á opið alþjóðlegt knattspyrnumót í Svíþjóð, nánar tiltekið í Gautaborg. Mót þetta er árlegur viðburður og kallast Gothia Cup. Seinni part vetrar og fram á sumar vörðu leik- menn svo til öllum frístundum sínum til fjáröflunar og var gripið til ýmissa ráða, s.s. maraþonsknatt- spyrnu, firmakeppni í knattspyrnu, tjaldsölu á 17. júní, kökusölu á úti- markaðnum o.fl. Hagnaðurinn af þessu varð talsverður og nægði til að borga flugfargjald leikmanna að mestu leyti. Lagt af stað Þann 12. júlí var síðan lagt af stað. Ákveðið hafði verið að allir skyldu mættir kl. hálfsex um morg- uninn. Voru allir mættir á tilsettum tíma nema fararstjóri/þjálfari liðs- ins og kona hans. Voru nú uppi háværar raddir um að skilja þau hjón eftir og fara bara einir. Það þótti þó vænlegra til árangurs að hafa þjálfarann með og því brunað suður í Kópavog og Örn og frú sótt. Því næst farið út á flugvöll og þaðan lá leiðin beint til Gautaborgar. Mótið og staðan Gothia Cup er geysistórt og viða- mikið mót. Sem dæmi má nefna að í aldursflokknum sem við kepptum voru 18 riðlar, 4 lið í hverjum riðli. Tvö lið komust áfram úr hverjum riðli, en eftir það var útsláttarfyrir- komulag. Telst mér til að heildar- fjöldi þátttakenda hafi verið á þriðja þúsund. Undir aðkomumennina voru teknir heilu skólarnir og fengum við Valsarar eina skólastofu til afnota. í sama skólanum voru lið frá írak, Bandaríkjunum, Finnlandi og Svíþjóð. Eftir á að hyggja tel ég að mót þetta sé alltof stórt í sniðum, en kostirnir við mót sem þessi eru þó meira úrval góðra liða þannig að leikirnir verða mjög spennandi auk þess sem tækifæri gefst til að bera sig saman við lið frá ýmsum löndum. Leikir Valur lenti í riðli með þýska liðinu SC Dunsen, sænska liðinu Skinn- skatteberg og Irag Football, unglinga- landsliðið frá írak. Við unnum þýska liðið 2:0 og það sænska 2:0. Leikurinn við íraska unglingalands- liðið var hins vegar aðalleikur riðils- ins. Sýndum við góð tilþrif í leiknum og vorum í raun þrælóheppnir að vinna ekki, klúðruðum t.d. víta- spyrnu, auk fleiri góðra tækifæra, sem ekki nýttust. Leikurinn endaði með jafntefli og komust því bæði liðin áfram í útsláttarkeppnina. Eftir þennan leik fékk Þorsteinn Sigurðsson (Steini) mikið hrós á íþróttasíðu Göteborgsposten. Var haft eftir þjálfara 1. deildarliðs að Þorsteinn væri bezti sóknarleik- maðurinn sem hann hefði séð í keppninni. í útsláttarkeppninni töpuðum við 2:1 fyrir sænsku liði í jöfnum leik. Setti taugaspenningur og leiðinlegt veður nokkuð svip sinn á leikinn. Vorum við þar með úr leik í mótinu. Dvöldumst við þó nokkra daga í viðbót í Gautaborg og kynntum okkur það sem borgin hafði upp á að bjóða. Heimferð Eagt var af stað heim á leið þann 21. júlí með stuttu stoppi í Kaup- mannahöfn. Dvöldumst við þar hjá Gladsaxe Boldklub. Lékum við einn æfingaleik við þá en annars var dagskráin frjáls þessa daga. 24. júlí fór stór hluti hópsins heim til íslands að undanskildum sex- menningum, sem héldu áfram til Hamborgar. í lok Júlí hafði svo allt liðið skilað sér heim. Lokaorð Að lokum viljum við 2. flokks menn þakka fararstjóranum/þjálf- aranum Erni Eyjólfssyni fyrir alla hans aðstoð, bæði við fjáröllun og síðast en ekki síst fararstjórn í ferðinni sjálfri. Sigurður Pálsson. Valsmenn á ferð og flugi 52 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.