Valsblaðið - 01.05.1979, Side 65
Úr félagslífinu
Ávarp formanns á árshátíð 27. apríl 1979.
Góðir Valsmenn.
Þið vitið sjálfsagt öll, hve gaman er að vera Vals-
maður þessa dagana. Gengi félagsins á leikvellinum að
undanförnu hefir verið með ólíkindum gott. Knattspyrnan
og handboltinn hafa um árabil verið í fremstu röð, en
nú í vetur hefur körfuboltinn slegizt í hópinn og er það
mál manna, að einskær óheppni, hafi komið í veg fyrir
íslandsmeistaratitil meistaraflokks nú í vetur.
En gleymum því ekki að það þarf sterk bein til að þola
góða daga. öll höfum við heyrt tóninn í garð Vals að
undanförnu. Það er að vonum að andstæðingar okkar
ú leikvelli sjái ofsjónum yfir velgengni okkar. Við
verðum að staldra við og hugsa okkar gang. Dramb
er falli næst. Eðlileg gleði yfir velgengninni á fullan
rétt á sér. Valsmenn, varist því ofmetnað. Það er litið
öfundaraugum til okkar, Valsmenn. Það er talað um
montrassa. Handboltamenn tala um „vinstri handar-
leiki“. Fótboltamenn geta talað um „vinstrifótarleiki“.
Það hef ég aldrei heyrt frá okkar fræknu fótbolta-
köppum. Kannski eru strákarnir í fótboltanum svona
miklu hógværari en handboltakapparnir? Þeir körfu-
boltamenn eru svo nýkomnir á toppinn, að þeim hefur
ekki unnist tími til að koma sér upp svona frösum um
andstæðinga sína. Ekki er ég að draga dár að liðs-
mönnum okkar með þessum orðum. Ég vildi aðeins
vara menn við ofmetnaði, sem kallar á ónauðsynlega
óvild í garð okkar.
Valsmenn, við skulum vona að ekkert lát verði á
^ýalxijórn Vals 1978-1979. Aflari röð: Sigiirdiir Þórarimson, Guðmundur Frimannsson og Sigurður Dagsson. Fremri röð: Jón Snœbjörnsson,
u>uiar Gunnarsson, Bergur Guðnason formaður og Hermann Gunnarsson.
Úr félagslífinu
63