Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 78
Kveðja frá
Knattspyrnu-
félaginu Val
Kristjana Magnúsdóttir
Við félagar í knattspyrnufélaginu Val kveðjum einn
af okkar traustustu félögum.
Hún var dóttir hjónanna Ágústu Steingrímsdóttur og
Magnúsar M. Sigurjónssonar til heimilis að Skólagerði
69 í Kópavogi.
Andlát Kristjönu kom okkur öllum á óvart, þrátt fyrir
að við vissum að hún hafði um skeið barist hetjulegri
baráttu við þann sjúkdóm, sem læknavísindin hafa enn
ekki náð fullum tökum á.
Við félagar henna ólum með okkur þá von að sjá
Krissu, eins og hún var kölluð af vinum og kunningjum,
fríska og glaða á ný meðal Valkyrjanna okkar, en hún
var svo sannarlega ein af þeim afrekskonum.
Það er erfitt um orð, hvað þá skrif, þegar svo ung
manneskja, 26 ára gömul í blóma lífsins, er frá okkur
tekin.
Af vanmætti reynum við að ná valdi á pennanum og
þakka okkar Krissu samfylgdina.
Við reikum í huga okkar til ársins 1965, þegar ung og
hlédræg telpa úr Kópavogi hóf æfingar hjá okkur í hand-
knattleik. Hún kom langt að til æfinga, en lét það ekki
aftra sér þó veður væru válynd á vetrum, alltaf mætti
hún Krissa stundvíslega á hverja æfingu.
Það duldist engum að þar var á ferðinni óvenju vel
gerð telpa, komin frá góðu heimili, með hlýju og um-
hyggju góðra foreldra í veganesti.
Krissa brást okkur ekki, sem félagi var hún afartraust
og heilsteypt, bar sterkar taugar til félagsins og félag-
anna. Eftir að hún veiktist og átti erfiðara með að fylgja
félögum sínum í leik og starfi, notaði hún hvert tækifæri
til að afla sér upplýsinga um það se'm var að gerast innan
Vals. Þá var gott að eigajafn góða trúnaðarvinkonu eins
og hún Elín reyndist henni.
Krissa var sérstæð í skapi, oft kom hún okkur á óvart
með skoðunum sínum.
Seint mun einn þjálfari hennar gleyma samtali er þeim
fór á milli á einni æfingunni. Hann var þa að útskýra
76
fyrir henni atriði sem verið var að æfa fyrir áríðandi leik.
Eitthvað vafðist það fyrir henni, og fannst of miklum
tíma í sig eytt. Hún beindi orðum til þjálfarans og bað
hann að vera ekki að tefja stuttan æfingatíma á því að
segja sér til, heldur leggja áherslu á þær sem hefðu hæfi-
leika til að framkvæma það. Þannig var Krissa, hún var
raunsæ og vissi sín takmörk. Hún vildi umfram allt vera
með, og félagsskapurinn var henni allt. Hún gat líka
verið glettin og gáskafull, þess fengum við oft að njóta.
Þá átti hún það til að gera grín að sjálfri sér. Að okkar
dómi var Krissa vel gefin og átti auðvelt með að læra.
Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörn-
ina, og hóf síðan nám í Háskóla íslands, henni entist ekki
heilsa og aldur til að ljúka þar námi. í Háskólanum steig
hún sitt stærsta gæfuspor, þar kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum Sigurði J. Vigfússyni, ættuðum frá
Húsavík. í veikindum hennar reyndist Sigurður henni
sá maður sem hún hafði valið sér.
Við viljum að lokum votta eiginmanni hennar, for-
eldrum og systkinum okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Kristjönu Magnúsdóttur.
Jóhannes Sigurðsson, heiðursfélagi Vals
Þeir voru galvaskir piltarnir sem komu saman í húsi
KFUM við Amtmannsstíg 11. maí 1911, til þess að
stofna knattspyrnufélagið Val. Meðal stofenda var
Jóhannes Sigurðsson sem fæddur var 8. apríl 1892 í
Reykjanesvita, en faðir hans var vitavörður. Fæðinga-
staður Jóhannesar er táknrænn, því lýsandi viti var
hann að því er tók til að leiða fólk á guðs vegi.
Jóhannes andaðist 1. nóvember s.l.
Jóhannes Sigurðsson var kjörinn heiðursfélagi Vals
við hátíðlegt tækifæri í sögu félagsins um leið og honum
voru þökkuð margvísleg störf fyrir félagið á þess fyrstu
árum. Minning frumherjanna þeirra sem lögðu fyrstu
línurnar að framtíðarstarfi verður ætíð minnst með
þakklátum huga Valsmanna í nútíð og framtíð.