Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 53

Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 53
Valsmenn á ferð og flugi mín. í hálfleik) en auk okkar var þar eitt norskt og tvö dönsk lið í keppn- inni. Við unnum alla leikina næsta auðveldlega og til að gera sigurinn enn glæsilegri titluðum við okkur al- þjóðlega meistara. Það gerðist helst tíðinda i þessu móti að Helgi Sig., sem er annálaður fyrir flest annað en að pota í mark, sendi boltann einu sinni langt utan af velli í stöng og inn. Við hinir vissum ekki hvaðan stóð á okkur veðrið en fundum fljótt skýringuna: Þúfóttur völlur og allt of skuggsýnt (þ.e. Helga sýndist markið vera miklu sunnar). Þijá aðra leiki lékum við í ferðinni °g fóru allir á sömu leið: Allir unnust. í síðasta leiknum gekk þó hvorki né rak lengi framan. Robba hefur greini- lega ekki litist á því hann sagði Binna Níels að fara að hita upp. En þegar strákarnir sáu Binna klæða sig úr æfingabuxunum hafa þeir eflaust hugsað sem svo að þó að ástandið væri ekki nógu gott yrði það öllu verra með Binna innanborðs nema hvað þeir settu á fulla ferð og áður en yfir lauk var staðan orðin 9:0. Binni fór aldrei inn á. Róbert Jónsson. WL Jfe Reykjavíkur- og Haustmeistarar II. fl. Vals 1978, standandi frá vinstri: Brayi Sigurðsson, Þorsteinn Sigurðsson, Sigurður Erlingsson, Pétur Sigurðsson, Atli Geir Jóhannsson, Krislján Jónsson, Brynjar Nielsson. Sitjandifrá vinstri: Helgi Sigurðsson, Brynjar Guðmundsson, Ásmundur Páll Ásmundsson fyrirliði, Jónas Guðmundsson og Snorri Ægisson. Á myndina vanlar Sigurð K. Svein- hjörnsson. Sigurð Pál Pálsson, Arnór Vikingsson og þjálfara liðsins Róhert Jónsson. Þó svo að þetta hafi heitið keppnis- ferð litum við miklu fremur á hana sem skemmtiferð. Var timinn milli leikja því mikið og vel notaður til rannsókna á kvöld - og næturlífi Kaupmannahafnar. Fara engar sög- ur af þeim ævintýrum nema hvað hinir ungu piltar vöktu hvarvetna at- hygli fyrir glæsileika og fágaða fram- komu. Einkum Snorri og Stjáni. Einnig ómar en hann sló okkur öll- um við síðustu dagana. Um hábjartan daginn gerðum við ýmist að fara í skoðunarferðir um K.höfn og nágrenni eða slappa af við sundlaugina. Þessi sundlaug er ósköp saklaus í útliti og ekki líkleg til að geta skotið hraustum Völsurum skelk í bringu en þegar upp var stað- ið reyndist hún vera eini danski keppinauturinn sem lagði okkur. Einn af öðrum komum við hlaup- andi út úr sturtuklefanum og stukk- um út í, en fyrir þá sem á horfðu var það álitamál hvort við vorum fljótari að stökkva útí eða aftur upp úr. Laugin var nefnilega heldur kaldari en við áttum von á. Á laugarbakkan- um voru einnig þrjú stökkbretti. Það hæsta 10 metrar sem virkar ekki mikið fyrir þá sem standa á laugar- bakkanum en enginn ætti að hæðast að öðrum fyrir að þora ekki að stökkva niður fyrr en sá sami hefur gert það sjálfur. Við lögðum hver 10 kr. danskar í sjóð, samtals 200 kr., og átti sá að fá sjóðinn sem fyrstur þyrði að stökkva. Mörg Vals hetjan klif- raði brosandi upp og taldi þama auðfengið fé fyrir 20 bjómm en að- eins tveir fóru fljúgandi niður af pall- inum - hinir klifruðu! Heim komumst við klakklaust og Robbi brosti manna breiðast. Hefur eflaust verið ánægður með vel- heppnaða terð eins og við öll. Að lokum vil ég, fyrir hönd 2. flokks Vals, þakka Robba, Palla, eiginkonum og barni kærlega fyrir skemmtilega ferð. Sendi öllum kveðjur. a.V. Valsmenn á ferð og flugi 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.