Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 7
lega gaman af, en annað vanda-
mál þekkjum við, það er þegar
árangurinn lætur á sér standa.
Það þótti gott hjá okkur í fyrra
að verða Reykjavíkurmeistarar
og komast í úrslit í úrvalsdeild-
inni. Nú við byrjuðum vel í ár og
unnum Reykjavíkurmótið og síð-
an þrjá fyrstu leiki í úrvalsdeild-
• nni. En eftir það komu þrír tap-
leikir í röð og það er vandamálið,
sem við erum að glíma við í dag,
hvernig svo sem við leysum það.
-Finnst þér körfubolti skemmti-
leg íþrótt?
Mér fannst það ekki, en nú er ég
farinn að þekkja reglurnar og
finnst því þetta orðin mjög skemmti-
leg íþrótt. Körfuboltinn er á upp-
leið og margir leikmenn mjög
góðir. Hitt skulum við muna, að
það er með körfuboltann eins og
aðrar íþróttir, að það þarf lítið til
að hann hrapi niður og verði lítið
skemmtilegur.
-Hvernig er œfingaaðstaðan
hjá ykkur?
Við æfum bæði í Valshúsinu og
Hagaskóla og tel ég alla aðstöðn
viðunandi og ekki yfir neinu að
kvarta.
-Nokkuð að lokum?
Ekki annað en það, að ég er
bjartsýnn með framtíð körfuboltans
hjá Val og við eigum unga og
upprennandi leikmenn í yngri
flokkunum, sérstaklega í 3. flokki.
Þá er mjög ánægjulegt að vinna í
deildinni og áhuginn mjög mikill,
sem best má marka af því, að við
erum með þrjá fasta stjórnarfundi
í viku og svo síðast en ekki síst, að
fjárhagurinn er mjög góður.
Tim Dwyeer heldur á boltanum og bíður eflir úrskurði dómara.
5