Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 37

Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 37
sem vann aðra stærstu keppnina. Maður má samkv. háskólaregl- unum heimsækja og athuga að- stæður hjá aðeins 6 skólum, sem hafa haft samband við mann. Eg fór ekki í neina heimsókn, vegna þess að ég var alltaf ákveðinn í að fara til W.S. En það hefði t.d. verið gaman að fara til Hawai, því að báðir háskólarnir þar buðu mér þang- að, þótt ekki hefði verið nema til að komast í sól. - Hvers var ætlast til af þér, þegar þú varst fenginn til skólans? Það var ætlast til þess, að ég færi beint í aðalliðið og, að leikur hðsins snerist um mig. Þjálf- arinn hefði fylgst með mér frá því í highschool og hann ætlaðist til þess og taldi, að ég gæti gengt þessu hlutverki. Ég er 218 cm á hæð og það er enginn hærri en ég þarna úti, svo að möguleik- arnir virtust góðir. En ég brást. Það var búið að auglýsa mig svo mikið með viðtölum og greinum í fjölmiðlum að áhang- endur og liðsmenn hinna liðanna voru við öllu búnir að láta mig hafa það óþvegið, bæði innan sem utan vallar. Ég hvorki greip boltann né hitti körfuna og var aldrei almennt með í leiknum. Ef svona gengur leik eftir leik þá versnar alltaf ástandið og ör- væntingin frekar eykst heldur en bitt, ekki síst hjá þjálfaranum, sem hafði bundið miklar vonir v'ð mig og okkar áhorfendur, sem urðu mér andsnúnir og ég varð bæði argur og leiður og sjálfstraustið varð ekkert. - Hvenær fer svo að ganga betur hjá þér? f*að er ekki fyrr en 10 leikir eru eftir af keppninni sl. vetur. bá meiðist sá, sem hafði verið aðalmiðherjinn og ég er settur inná. Strax í þeim leik gengur mér vel og skoraði ég 37 stig og það fór eins og til stóð, að um leið og ég fór að „tikka“ þá „tikkaði" liðið og allt varð léttara og skemmtilegra. Eftir þennan fyrsta leik hefur viðhorf mitt til leiksins og liðsins breyst. Ég hafði alltaf verið málamiðl- unarmaðurinn, sem bar mikla virðingu fyrir hinum leikmönn- unum og trúði því varla, að ég gæti verið eins góður og þeir, þrátt fyrir hæðina, en nú heimta ég minn skerf í hverjum leik enda hefur það sýnt sig, að þegar mér gengur vel þá gengur liðinu vel. Núna er lögð svo mikil áhersla á það að passa mig að það losnar miklu meira um hina leikmennina. Ísíðustu lOleikjun- um hef ég skorað að meðaltali 21 stig í leik og hirt 10 fráköst. - Fylgjast öll Bandaríkin með ykkar liði? Nei, en þegar við leikum við sterkustu og frægustu liðin þá fáum við mikla pressu. Þegarvið unnum UCLA þá var sjónvarpað um öll Bandaríkin og gerð var grein fyrir leiknum og einstaka leikmönnum. Ég var þá tekinn sérstaklega fyrir og athyglin hefur beinst mikið að mér síðan. Það hafa verið sífelldar greinar og viðtöl við mig í hinum og þessum blöðum t.d. SPORTS ILL. - Er karfan vinsælasta íþrótta- greinin í skólanum? Football er vinsælli. Þar eru áhorfendur á leik u.þ.b. 60.000, en í körfunni aðeins 3-4000 því að liðinu hefur gengið frekar illa undanfarin ár. íþróttahúsið okk- ar tekur 9000 áhorfendur. - Má skólinn ráða ótakmark- aðan fjölda íþróttamanna til sín? Hver skóli má hafa 15 leikmenn á skólastyrk í körfunni en 98 í football. í körfunni mega 12 ferðast til annarra skóla en allir 15 mega taka þátt í leikjum liðsins heima. - Hvernig er stemmningin á leikjunum? Það má segja, að á áhorf- endabekkjunum ríki hálfgert stríðsástand löngu fyrir leik því að á ferðalögum fylgja liðunum fjölmargir áhorfendur, staðráðn- ir í því að láta heimaliðið ekki stjórna neinu á bekkjunum. - Eru leikmennirnir í háskóla- liðunum sterkari en Bandarísku leikmennirnir á íslandi? Já þeir eru miklu sterkari. Aðal- lega þó vegna þess að þeir eru miklu stærri. Bakkararnir eru 190-200 cm. Minni framverð- irnir, sem eru yfirleitt skytturnar og þeir, sem fara í hraðaupp- hlaupin með bökkurunum eru 195-205 cm. Stærri framverð- irnir, sem eru í fráköstunum með senternum eru 205-210 cm og miðherjarnir eru ennþá stærri. Eins og sjá má, þá er leikurinn þrælskipulagður og hlutverka- skipting mikil. - Hvernig er það að vera orðinn frægur körfuknattleiks- maður í Bandaríkjunum. Ég hef reynt að halda mínu striki sem hingað til. Það eina, sem ég hef að styðjast við er það uppeldi, sem foreldrar mínir hafa veitt mér. Skólinn hefur ekki séð ástæðu til þess að undirbúa menn því álagi, sem frægðin í skóla- íþróttunum hefur oft í för með sér. Ég hef séð svo mörg dæmi þess, hvernig frægðin hefur eyði- lagt efnilega íþróttamenn, að ég vona að það verði til þess, að ég falli ekki í sömu gryfju og þeir. R.H. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.