Valsblaðið - 01.05.1979, Page 48

Valsblaðið - 01.05.1979, Page 48
Valsmenn á ferð og flugi Ström frá Noregi, lentum við þá í slíkri örtröð að á tímabili héldum við (að við mundum hreinlega vera troðn- ar undir en við sluppum nú samt í gegn. En ekki voru fagnaðarlætin eins mikil og við áttum von á, því að allir héldu að við værum áhangendur Lille Ströms og við vorum ekkert að leiðrétta það heldur öskruðum hvatningarorð til Lille Ströms. Við afrekuðum það líka að fara á nokkur diskótek og bíó. Þegar við fórum í bíóið þá sendum við nokkrar stelpur á undan okkur til að kaupa miða, en þegar við komum sáum við bara endalausa biðröð, við furðuðum okkur á þessu og vorum viss um að það yrði uppselt, en þá kom í ljós að hver þurfti að kaupa miða fyrir sig. Þegar allir voru svo búnir að koma sér fyrir i sætunum þá byrjaði mynd- in, auðvitað af James Bond og við gláptum á tjaldið og biðum eftir að hann birtist, en tíminn leið og aldrei kom hann okkur fyrir sjónir, loks var kveikt og tjaldið dregið fyrir án þess að gæinn hefði birst. Kom þá upp úr kafinu að þetta var aðeins formyndin og vörpuðum við öndinni léttar þegar hin rétta mynd birtist loks á tjaldinu, því að við vorum famar að halda að við værum á vit- lausri mynd. Við fórum í tvær skoðunarferðir, sú fyrri var ferð upp á hálendi Skot- lands og átti að sigla kringum vatnið Lock Katrine og síðan að fara í Tí- volí i litlu þorpi. Við lögðum af stað í sól og hita um morguninn og kom- um um hádegi að vatninu en feijan fór ekki strax þannig að við skoðuð- um okkur um á meðan. Það leið ekki á löngu uns ferjan lagði frá landi, en þegar við vomm komin nokkuð á- leiðis þá kom i ljós að nokkra vant- aði í hópinn. Þar á meðal var auðvit- að Gijóni (fararstjórinn) sem hafði staldrað of lengi við barinn. Eftir að hafa rúntað um vatnið í klukkutíma, Aðalstjarna Valsliðsins í blaðaviðtali. héldum við ferð okkar áfram og hlökkuðum til að fara í tívolíið. Þeg- ar við komum á leiðarenda, þustum við út úr rútunni til að verða sem fyrst. Þetta var það glæsilegasta Tí- volí sem sumar höfðu séð þ.e.a.s. þær sem höfðu aldrei farið út áður, þarna var eitt tæki sem fór í hringi og hækkaði upp svo maður þurfti að halda sér af öllum kröftum til að fljúga ekki upp og sumar komu grænar í framan úr þessu eða hitt þó heldur. Lítið annað var þarna svo að við dembdum okkur í bæinn að skoða. En okkur brá heldur en ekki í brún, þegar Svínka í öllu sínu veldi kom út úr einni búðinni, en ef skyggnst var undir grímuna, þá var þar Erna mætt og sómdi sér vel enda ekki ósvipaðar. Svínka labbaði um allan bæ í leit að Kermit og baconi og gerði mikla lukku og fékk að við höldum nokk- ur tilboð frá fjölleikahúsum. Hin ferðin var til Edinborgar. Þar skoðuðum við hinn fræga Edinborg- arkastala en áttum í mestum vand- ræðum með Biddý, því að hún var alltaf byrjuð að grafa eftir fjársjóð- um eða að leyta að dýflissu ef við lit- um af henni. Eftir árangurslausa leit að fjársjóðum og dýflissum fórum við að skoða okkur um í miðborg- inni, en um 4 leytið héldum við til rútunnar og keyrðum til Dundee þar sem við áttum að keppa, því að þetta var ekki aðeins skemmtiferð, eins og sumir hafa eflaust haldið, af því sem á undan er skrifað. Við áttum að keppa 3 leiki. Þ.á.m. við Bandaríska landsliðið sem átti að vera þarna á sama tíma. En þegar við komum út þá fréttum við að þær höfðu pakkað niður í flýti og flúið heim er þær heyrðu um getu okkar! En við feng- um bara annað lið í staðinn. Fyrst kepptum við við Motherwell og fór sá leikur 3-2 fyrir okkur. Þær kom- ust þó tvívegis yfir 1-0, 2-1, en við náðum að jafna í bæði skiptin og komast yfir að síðustu. Annar leikur- inn var við Clydbank, þar áttum við að keppa á grasi og hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar, en þegar við komum þá lá við að við snérum heim, völlurinn var ekkert nema þúf- ur og miðjan eitt drullusvað, bún- ingsklefinn var herbergi með 1 bekk og nokkrum stólum og drullulag var á gólfinu, því að það hafði verið æf- ing kvöldið áður, sturturnar voru tvær sprænur og drullan hlóðst upp í hornunum. En Soffía hressti okkur við svo að við lokuðum bara augun- um fyrir þessu og byrjuðum leikinn. Okkur gekk ekki svo vel í fyrstu, og þær skoruðu fyrsta markið, ekki bætti svo úr skák að Cora meiddi sig en Eva kom nú inn á í stað hennar, Valsmenn á ferð og flugi 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.