Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 10
að við héldum ekki þrekinu er mikil skýring á því hvað
gerðist hjá okkur, því um leið og menn hafa ekki þrek
til þess að leika heila leiki, þá tapa menn einnig sjálfs-
örygginu og það kemur fram í aganum í liðinu.
Þetta eru að mínu mati stærstu þættirnir sem snúa
að okkur sjálfum, en síðan kemur þáttur þjálfarans
sem var að mínu mati ekki maður til þess að valda
þessu verkefni, án þess að ég vilji vera að gagnrýna
hann frekar.
Bjuggu að þjálfun dr. Yuri
Valsblaðið: Hjá ykkur hafa komið fram mjög at-
hyglisverð atriði, sérstaklega í sambandi við þjálfunina,
en það er greinilega nokkuð samdóma álit ykkar að
manna og stjórnar deildarinnar að sjá þetta ekki og
hætta við endurráðningu hans. Ég játa það hrein-
skilningslega að ég var einn af þeim sem vildi fá hann
aftur, en það voru mistök. Við áttum að hafa komið
auga á veikleika hans.
Ólafur: Ég vil fyrir hönd stjórnarinnar aðeins svara
því sem nú kom fram hjá Albert. Það var ljóst eftir
árangurinn árið 1978, að ekki var ástæða til þess að
endurskoða þessi mál, eða hafna Nemes þjálfara. Þá
náðist betri árangur en nokkru sinni fyrr, og ég held
að hvorki stjórn deildarinnar né leikmennirnir hafi
haft ástæðu til þess að ætla annað en unnt væri að
halda sínu striki undir stjórn þessa þjálfara. Maðurinn
var reiðubúinn til þess að starfa áfram hjá okkur og
Dýri.... Við vorum í baráttunni fram á síð
ustu mínúlu.
tala um aðra þjálfara í sömu
andrá,-
Bjarni... Nemes hafði ekki þá skapgerð að berja menn áfram
Ingi Björn... Yuri er svo sér-
stæður að varla er hægt að
Nemes hafi ekki ráðið við verkefni sitt. Nú var þetta
annað árið sem hann var með liðið. Viljið þið álíta
að það haf fyrst og fremst verið störfum fyrrverandi
þjálfara ykkar dr. Yuri að þakka, hvað Valur náði
góðum árangri í fyrra? Bjó liðið þá að þjálfun hans?
Dýri: Ef við lítum til siðustu íjögurra ára, þá kemur
í ljós að árangur okkar er í sveiflum. Okkur gekk vel
árin 1976 og 1978, en svo voru mögur ár 1977 og 1979.
Það virðist svo sem að okkur gangi betur þegar við
höfum verið með nýjan þjálfara. Það má segja að dr.
Yuri hafi verið nýr hjá okkur árið 1976, þótt hann hafi
verið búinn að vera áður hjá félaginu. Ég er ekki frá
því að málin séu þannig að menn hlýði þjálfaranum
betur fyrra árið sem hann er hjá því og spili samkvæmt
honum, en fari svo að leyfa sér hluti sem eru miður
æskilegir seinna árið.
Albert: Ég held að það sé alveg rétt að við bjuggum
að þjálfun dr. Yuri i fyrra, því eins og ég held að allir
leikmenn í liðinu viti vel, þá kom Nemes ekki með neitt
nýtt. Hann byggði einfaldlega upp á því sem fyrir var.
Hann sagði t.d. hiklaust að hann væri hræddur að
breyta liðinu. Það var auðvitað veikleiki bæði leik-
8
liðið hafði náð langt undir hans stjórn. Ég vil líka mót-
mæla því sem Dýri sagði, að árið 1977, hafi verið magurt
ár. Við urðum bikarmeistarar þá og í öðru sæti í íslands-
mótinu, aðeins einu stigi á eftir Skagamönnum......
Dýri: ...við vorum líka í úrslitunum í bikarnum
núna, og í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn alveg
fram á síðustu mínútu mótsins.
Ólafur: Já, en liðið lék miklu betri knattspyrnu árið
1977. Það vantaði hjá liðinu í sumar að leika þá hörðu
knattspyrnu með snöggum skiptingum, sem það gerði
t.d. árið 1977.
Bjarni: Ég held, að það sé ekki óeðlilegt að áhrifa
dr. Yuri hafi gætt hjá liðinu árið 1978. Hann var búinn
að vera lengi með hópinn og ná upp vel þjálfuðum
leikkerfum hjá því. En ég held líka að það megi ekki
vanmeta þátt Nemesar í árangri liðsins 1978. Þótt hann
breytti ef til vill ekki miklu voru æfmgarnar hjá honum
öðru vísi, og hann sjálfur var líka allt önnur manngerð
en dr. Yuri. Mjög rólegur maður. Það var tvímælalaust
ákveðin breyting sem átti sér stað, og það er örugglega
nokkuð til í því sem Dýri var að segja, að þegar kemur
nýr þjálfari þá skapast einnig ákveðin stemming.
J