Valsblaðið - 01.05.1979, Side 91

Valsblaðið - 01.05.1979, Side 91
Til vara: Hafsteinn Hafsteinsson. Lárus Hólm. Helgi Gústafsson. Um sumarið gekk Rafn Haraldsson úr stjórn og Helgi Gústafsson tók þá við störfum ritara, en í hans stöðu kom Sigurður Már Helgason, öllum til mik- illar ánægju. Á síðasta aðalfundi deildarinnar var mjög til um- ræðu léleg frammistaða deildarinnar, og kom þá fram cindreginn vilji flestra fundarmanna, að stefna að ráðningu erlends þjálfara fyrir keppnistímabilið 1977 - 1978. Síðan var endanlega ákveðið af stjórn deildarinnar að höfðu samráði við félagsmenn og leikmenn, að leita til U.S.A. eftir þjálfara sem jafn- framt yrði leikmaður. Niðurstaða úr þessu var eins og öllum er kunnugt að í sept. 1977 kom til starfa hjá körfuknattleiks- deild Vals, Rick Hockenos. Óþarft er að fjölyrða mikið uni árangur af starfi hans, þar em öllum er kunnugt að hann skilaði góðu starfi og árangur stór- batnaði, t.d. náði meistaraflokkurinn eins langt og hægt er án þess að vinna til verðlauna í stærri mótum vetrarins. í Ijósi þess hefur þegar verið gengið frá endur- ráðningu, og kemur hann til félagsins eigi síður en 10. sept. næstkomandi. l»að var þegar ljóst við ráðningu erlends þjálfara, að rekstrakostnaður deildarinnar mundi stóraukast veturinn 1977-78. Það er skammt frá því aðsegja, að niðurstöðutölur af rekstrareikningi í ár tæplega íjór- földuðust miðað við veturinn 76-77 og eru tæplega 4 milljónir. Nú skal getið helstu fjáröflunarleiða deildarinnar. í upphafi vetrar (ágúst) greiddu í meistaraflokki og 1 flokki árs - og æflngargjöld, að upphæð samtals 300 - 400 þús. til að standa straum af byrjunarkostn- aði, og var það samkvæmt kröfu aðalstjórnar félagsins. Innheimta árs - og æflngagjalda gekk mjög vel, og sýndi það þegar þá samstöðu sem var innan deildar- innar. Ný fjáröflunarleið var tekin upp innan deildar- innar á liðnum vetri, og var hún sala á gataspjöldum, sem pöntuð voru frá Englandi, þá var og nýmæli að deildin gekkst fyrir Fyrirtækjakeppni til fjáröflunar og tóku þátt í henni 11 lið. Þá var það í fyrsta skipti í vetur sem heimaleikirnir skiluðu hagnaði í 1. deild, og má rekja til betri árangurs hjá liðinu. Þess skal getið að Valur og KR. stóðu saman að heimaleikjun- um, og tókst það samstarf með ágætum. Þá er að geta tveggja hefðbundinna fjáröflunar- leiða innan deildarinnar sem eru auglýsing á búning- um meistaraflokksliðs sem í vetur var frá verslun Vilbergs og Þorsteins, og útgáfa leikskrár, sem var í ár mun stærri í sniðum en áður. Þá skal að lokum getið þess, að flestir meistaraflokksmenn tóku að sér timburhreinsun í upphafl vetrar og standsetn- ingu á íbúð fyrir Rick Hockcnos, og skilaði þetta hvort tveggja tekjum til deildarinnar. Hér að framan hefur verið getið helstu fjáröflun- arleiða deildarinnar, en í framhaldi af því er skilt að þakka þær gjaflr sem deildinni bárust. Þær voru, upphitunarbúningur fyrir meistaraflokk frá eldri félagsmönnum, keppnisbúningar frá Henson, pen- ingagjöf frá knattspyrnudeild Vals og einnig frá einum velunnara félagsins. Þjálfari í vetur var Rick Hockenos, og honum til aðstoðar meistaraflokksmcnn félagsins. Lið frá deildinni tóku þátt í öllum hcfðbundnum mótum vetrarins og að auki hraðmóti 1. deildar liða sem unglingalandslið K.K.Í stóð fyrir og bar Valur sigur úr býtum. Um annan árangur liða dcildarinnar sjá fylgiskjöl með skýrslu þessari. Þess skal getið að íslandsmót í minnibolta hefur ekki enn verið haldið. Með landsliðinu og úrvalsliðum á vegum K.K.í. kepptu í vetur: Torfi Magnússon og Kristján Ágústsson. Með unglingalandsliðinu léku: Gústaf Gústafsson og Hjörleifur Þórarinsson. f ársskýrslu í fyrra kom fram sú skoðun að unnt væri að efla mjög almennt félagsstarf innan deildar- innar. Það er engin vafi að í vetur hefur slíkt ræst og allt félagslíf hefur verið blómlegra og þátttaka al- mennari en áður, og voru lokin á félagsstarflnu loka- hóf þar sem Rick og kona hans voru leyst út með gjöfum. Fyrr þann sama dag var sérstakt kveðjuhóf fyrir yngri flokkana. Þeirri skoðun stjórnarinnar skal þló ekki leynt, að þó að félagsstarf hafði batnað, má lengi betur gera, og er hér með vonast eftir virkari þátttöku sumra félagsmanna jafnt eldri sem yngri á komandi vetri. Allra síðast skal svo komið á framfæri þakklæti stjórnar til nokkurra ófélagsbundinna aðilja fyrir mikla og góða aðstoð, og er hér átt við nokkrar eiginkonur stjórnarmanna og leikmanna. Er þeim hér með þakkað. Árangur liða deildarinnar. Meistaraflokkur. íslandsmót: Valur - Þór 76-72 75-56 ” - Í.R 95-57 88-83 " - K.R 77-86 69-70 ” - Fram 79-78 82-71 ” - í.s 88-89 107-91 ” Ármann 107-93 112-82 ” - UMFN 93-91 76-70 Valur var í 3. sæti. Bikarkeppni. Valur - Þór 74-73 " - K.R 75-57 ” - f.S 83-87 Valur var í 2. sæti. Skýrsla Badmintondeildar Vals 1976 - 1977 Stjórn sú, sem kosin var á síðasta aðalfundi, skipti þannig með sér verkum: Ragnar Ragnarsson Axel Ammendrup Hrólfur Jónsson Ása Gunnarsdóttir formaður v/formaður gjaldkeri ritari Bjarnheiður ívarsdóttir meðstjórnandi Varastjórn: Ágúst Sigurðsson Guðjón Jónsson Gylfi óskarsson Starfið: Starflð hefur verið mikið síðastliðið ár. Haldin var flrmakeppni í febrúar, sem jafnframt var innan- félagsmót, en ekki var um mjög mikla þátttöku að ræða. Undanfarin ár hefur deildin sóst eftir fleiri tímum í Valsheimilinu, en nú í vetur bregður svo við, að dcildin missir einn tíma, og er það mjög baga- legt, því tímaleiga er ein aðal fjáröflunarleiðin, sem deildin hefur og allt starflð byggist á því. Deildin hefur í vetur eins og siðasta vetur 3 tíma í TBR-hús- inu og 2 tíma í Laugardalshöll. Þar fara fram sam- eiginlegar æflngar fyrir keppnislið félagsins. Einnig eru leigðir út nokkrir vellir þar. Deildin fékk þá Ágúst Sigurðsson og Gylfa óskarsson til að taka að sér þjálfun unglinganna á laugardögum. Þá fékk deildin Sigurð Haraldsson til að þjálfa keppnisliðið, og hefur hann mætt á sameiginlegar æfíngar ÍTBR- húsinu. Er ætlunin að komast í fyrstu deild í liða- keppni B.S.Í. Eins og alltaf áður er reynt að leggja megin áherslu á unglingastarflð og á félagið orðið marga unga og efnilega spilara, en það mætti vera fleiri kvenkyns. Liðakeppni: Valur sendi eitt lið til keppni í annarri deild. Úr- slitakeppnin fór fram í KR-húsinu og auk Vals voru KR-ingar og lið frá Tennis og Badmintonfélagi Siglufjarðar í úrslitum. Tapaði Valur báðum leik- junum með minnsta mun eða 6:7. í ár er ætlunin að komast í fyrstu deild, er Valur í Suðurlandsriðli ásamt Víking, Gerplu, HB og TBR d liði. Mót: Á nýársmóti TBR sigraði Bjarnheiður fvarsdóttir í einliðaleik A flokki og öðlaðist þar með rétt til að spila í meistaraflokki. Er hún fyrsta meistaraflokks- konan, sem Valur eignast. Á Reykjavíkurmóti unglinga 1976sigraði Gunnar Jónatansson þrefalt í sveinaflokki og Bryndís Hilmarsdóttir í einliða- og tvenndarleik í meyja- flokki. Á jólamóti TBR 1977 sigruðu Gunnar J. og Gylfi ó. í tvfliðaleik drengjaflokks. Á nýafstöðnu meistaramóti TBR sigraði Hrólfur Jónsson í A flokki einliðaleik, með þessum sigri flyzt hann sennilega í meistaraflokk. Það kom í hlut Vals að sjá um meistaramót Reykjavíkur að þessu sinni. Var það haldið í Laug- ardalshöllinni í marzmánuði. Keppendur voru 57 frá Val, KR og TBR. Var þar um mjög jafna og spennandi keppni að ræða. Komst Ása Gunnars- dóttir í úrslit í einliðaleik A flokki, en tapaði naumt. Lokaorð: Eins og sjá má á framantöldu er Valur að eignast marga góða spilara í unglingaflokknum, einnigfékk Valur 2 nýja meistaraflokksmenn á síðasta starfs- ári og er það vel. Það sem helst skortir eru fleiri tímar fyrir unglingana til að ná upp enn betra keppnisfólki og er það von stjórnar að deildin fái fleiri tíma á næsta vetri, en tímum verði ekki fækkað eins og í ár, því þá er grundvellinum á starfí deildar- innar kippt burt. Stjórn deildarinnar þakkar aðal- stjórn og stjórnum annarra deilda samstarfíð á árinu. Ársskýrsla aðalstjórnar Vals. 1978 - 1979 Verkaskipting og fundir. Sú stjórn, sem nú skilar af sér störfum var kosin á aðalfundi félagsins 16. maí 1978. Skipti hún meðsér verkum á sínum fyrsta fundi sem hér segir: Bergur Guðnason, formaður (kosinn á aðalfundi) Gunnar Gunnarsson, varaformaður Guðmundur Frímannsson, gjaldkeri Jón Snæbjörnsson, ritari Hermann Gunnarsson, bréfritari Varamenn voru kosnir: Sigurður Dagsson og Sigurður Þórarinsson. 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.