Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 45
Systkinin Erna og Gunnar.
°sköp á fyrir þeim eins og karlalið-
Unum, og því séu þær ekki hættuleg-
ar grasvöllunum.
-Nú er oft talað um gamla Vals-
andann, hafið þið fundið hann?
-Jú, hann er áreiðanlega til, segir
Erna, en eftir þeim lýsingum sem
®g hef heyrt frá því fyrir nokkrum
arum, þá hefur hann dalað. Hins-
Vegar er ég ekki í nokkrum vafa um
að Valur, sem er svona vel skipulagt
°g vel efnað félag, getur komið til
móts við okkur í kvennaflokkunum
°g þá er ekki að efa að gamli Vals-
andinn mun aftur ríkja.
Skernmtilegur andi hjá strákunum
-Mér finnst andinn hjá meistara-
Eokki karla skemmtilegur, sagði
Gunnar. Þetta er talsvert frábrugðið
Því sem ég kynntist í Gróttu. Þessir
strákar eru svo leikreyndir, leggja
mikla rækt við hverja æfingu. Þetta
Eyrjaði í júní með hlaupaæfingum,
þetta var ósköp létt og á útimótinu
í sumar gekk okkur ekkert vel. En
svo var byrjað á fullu í ágúst. Vals-
menn eru svo gamalreyndir í stjórn-
un á svona félagsstarfi og njóta
þeirra yfirburða gagnvart mörgum
þeim sem smærri eru. Mér finnst
andinn stórfínn og gaman að æfa
og leika með Valsmönnum. Hins-
vegar kom mér á óvart, svo ég fari
nú að kvarta eins og systir mín, að
Valsmenn buðu upp á lélegri hand-
bolta á æfingunum en t.d. gamla
félagið mitt. En þetta er samstilltur
hópur og samheldinn, prýðis félag-
ar.
Gunnar hafði leikið alla leiki Vals
í 1. deildinni frá því í september.
Valur lék til úrslita gegn Víking i
Reykjavíkurmótinu og tapaði.
-Það er augljóst að Víkingar
verða okkar skæðustu keppinautar
um bikarinn. Og þetta segi ég enda
þótt við höfum tapað fyrir FH. Við
erum á uppleið, en ég er ekki svo viss
um að FH sé það.
Gunnar leikur í vinstra horninu
og kvaðst lítið hafa skorað. Aðeins
þrjú mörk í þrem leikjum, sagði
hann. Systir hans er í sömu stöðu
með sínu liði, en hún er á lista með
markhæstu leikmönnum með 13
mörk eftir 3 leiki.
-Annars ætla ég mér að sinna
aðeins handboltanum framvegis,
þetta er orðið allan árshring að heita
má. Áður var ég í knattspyrnunni og
körfubolta að auki. Það varkannski
einum um of.
—Og ég er ákveðin í að halda
áfram, þrátt fyrir þetta smávægi-
lega andstreymi, sem ég var að minn-
ast á, segir Erna. Við ætlum okkur
stóra hluti, Valsstúlkurnar, næsta
sumar á knattspyrnuvellinum. En
fyrst er það náttúrlega að koma
handboltabikarnum heim að Hlíð-
arenda.
Og það er því von til þess að vestur
við Valhúsahæð fagni Valsfjölskyld-
43