Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 29

Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 29
Gísla Blöndal er reyndar óþarft að kynna Valsmönnum. Þeir sem fylgst hafa með handknattleik síðustu ár vita að þar hefur Gísli verið í fremstu röð. Þó hafa langvarandi hnjámeiðsli háð Gísla gegnum tíðina og meiðsli hans í leik gegn Refstad á sl. vetri ollu því að hann varð að hætta keppni. Þetta var liði okkar mikið áfall því sýnt var að Gísli var að komast í mjög gott form. Við spurðum Gísla að því fyrst hvort ekki væri erfitt að standa utan vallar og horfa á átökin í stað þess að taka þátt í leiknum. Gísli: Jú, það er líklegast erfiðara andlega að vera áhorfandi að leik. Mann klæjar í fingurgóma eftir því að komast inná. Sp: Hvað um frammistöðu Vals í vetur? Gísli: Árangurinn er mjög góður. Leikur liðsins er reyndar oft þunglamalegur að sjá en hann er árangursríkur. Það er reyndar skiljanlegt að leikur og hreyfingar okkar stóru og þungu manna virki þannig á áhorfendur, stórkarlalega. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að okkar menn hafi síst minni snerpu en aðrir leikmenn annara liða, sumir hverjir okkar stóru manna eru jafnvel mun sneggri en ýmsir léttari og minni, skýringin er sú m.a. að snerpa er að hluta meðfædd. önnur skýring á „stórkarlalegum leik“ Vals, er sú að liðið leikur kerfisbundin handbolta. Því er oft meiri ró og hugsun yfir leik liðs- sins en annarra, sem hlaupa eins og kálfar um allan völl. Vörn liðsins er einnig sú besta hérlendis og einnig markverð- irnir. Markatala liðsins í vetur er besta vitnið um þessa staðhæfingu. Hún sannar að það er ekkert grín að komast framhjá Valsvörninni. Sp: Hvað finnst þér helst hafa skort á leik liðsins í vetur? Gísli: Andlegt ástand leikmanna virðist skýringin á sveiflukennd- um leik. Þeir taka suma leiki sem „vinstrihandarleiki“ en aðra leiki alvarlega og sýna þá hvers þeir eru virkilega megnugir. Stundum má vera að einstaklingsframtak skorti í leik. Einnig má nýta hornamenn mun betur. Sp: Meiðsli þín, Gísli, eru handboltaunnendum áhyggjuefni. Er einhver von um bata? Gísli: Já, ég hef góða von um bata eftir að góður kunningi minn og Valsmanna, Áke Löfnius, dómari kom mér í samband við sænskan lækni. Sá telur að aðeins smávægilega aðgerð þurfi til að koma hnénu í gott lag aftur. Hér heima hef ég verið skorinn oftar en einu sinni án þess að ná bata. Ég vonast því til að komast í handboltann á ný. Ég vil nota tækifærið til að þakka handknattleiksdeild Vals og þá sérstaklega formanninum, Þórði Sigurðssyni, fyrir frábæra aðstoð við að komast utan til lækninga en Valur greiðir kostnaðinn við það. Hilmar Björnsson, þjálfari er löngu landskunnur fyrir störf sín að handknattleiksmálum. Hann var á sinni tíð þjálfari landsliðs okkar og lék reyndar sjálfur í UL-liði fslands þrjú tímabil. Hilmar hafði þjálfað Mfl. karla í Val í þrjú tímabil áður en hann hélt til Svíþjóðar til starfa og hvíldar. Hann kom síðan heim sl. haust og gerði Val að íslandsmeisturum með dyggri aðstoð Gunnsteins Skúlasonar. Einnig átti hann stærstan þáttin í að KR vann II. deild. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.