Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 3
VALUR 34. tölublaö 1979 Ritnefnd: Helgi Daníelsson Jón Kristjánsson Róbert Jónsson 0 Forsíðumynd: Reykjavíkurmeistarar Vals í körfu- knattleik 1979. Standandi t.v.: Marino Sveinsson, Helgi Sigurðsson, Torfi Magnús- son, Sigurður Hjörleifsson, Tim Dwyer, Guðmundur Jóhannsson, þórir Magnússon. Fremri röð t.v.: Jóhannes Magnússon, Óskar Baldursson, Ríkharður Hrafnkels- s°n, Jón Steingrímsson, Guð- brandur Lárusson, Jón Oddsson, ^ristján Ágústsson. Filmuvinna: Prentmyndastofan hf. Setning, prentun og bókband: ísafoldarprentsmiðja hf. Fylgt úr hlaði Góðir Valsmenn. Nú er blaðið ykkar komið út. Við vitum að margir hafa beðið þess með eftirvæntingu, en hefur Valsblaðið verið snar þáttur í félagsstarfi Vals í áratugi og e.t.v. sá merkasti. Að þessu sinni er blaðið nokkuð stórt, enda spannar efni þess yfir ein þrjú ár, þar sem reynt er að stikla á því helsta sem skeð hefur á þessu árabili. í kaflanum Starfið er margt sem er aftast í blaðinu, er úrdráttur úr skýrslum stjórnar og deildastjórna frá árinu 1976. Það eru margir sem hafa lagt hönd að verki í sambandi við útgáfu þessa blaðs og er nokkra þeirra að finna fyrir utan raðir Vals. Séra Halldór S. Gröndal skrifar fyrir okkur hugvekju, sem hann nefnir: Hvernig standa leikar. Steinar J. Lúðvíksson ræðir við nokkra knattspyrnumenn og for- ráðamenn knattspyrnumála um vandamál knattspyrnunn- ar í Val og er reynt að grafast fyrir um orsakir þess, hversu fór hjá meistaraflokki Vals á liðnu sumri. Jón Birgir Péturs- son blaðamaður skrifar fyrir okkur viðtal við Val Bene- diktsson dómara, svo og við Valsfjölskylduna. Geir Sig- urðsson skrifar skemmtilega grein sem hann nefnir: Gleði- stundir geymast. Mjög athyglisverð grein eftir roskinn mann, sem kemst í kynni við knattspyrnuna á efri árum. Þá má nefna viðtal við Pétur Guðmundsson körfubolta- mann, stutt viðtöl við Halldór Einarsson, Þórð Þorkelsson, Úlfar Þórðarson og Stefán Gunnarsson. Handknattleiks- menn ræða málin. Eitt og anna er úr félagslífinu, en þar er rætt við unga Valsmenn, að ógleymdum mörgum skemmti- legum ferðasögum sem ungir Valsmenn segja okkur í þætt- inum Valsmenn á ferð og flugi. Þá er minnst látinna Vals- manna. Það er von okkar, sem berum ábyrgð á þessu blaði, að þar finni allir Valsmenn eitthvað við sitt hæfi. Við viljum að lokum þakka öllum þeim, sem lögðu til efni í þetta blað og aðstoðuðu okkur á einn og annan hátt. Auk þeirra sem hér hafa að framan verið nefndir viljum við þakka Friðþjófi Helgasyni Ijósmyndara ómetanlega að- stoð, og síðast en ekki síst starfsmönnum ísafoldarprent- smiðju fyrir það langlundargeð og lipurð, sem þeir hafa sýnt okkur. Ég vil að lokum þakka ritnefndarmönnum, þeim Jóni Kristjánssyni og Róbert Jónssyni mjög gott starf, því án þeirra væri þetta blað ekki komið út. Helgi Daníelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.