Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 13

Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 13
Mvnd til vinstri Albert.... Við höfum lœrt af mistökunum i sumar Dvr,.. Höfum allt til að rifa okkur upp Mynd til hœyri togi Björn.... Munum nota veturinn til þess að byggja upp fyrir að unnt sé að æfa á kristilegum tíma. Menn verða að hafa tíma til þess að njóta góðs af þjálfaranum. Vilji fyrir hendi, en takmarkaðir möguleikar Valsblaðið: Þarna kom Dýri inn á atriði sem vert er dð gefa gaum, og er fróðlegt að heyra hvað stjórnar- mennirnir segja um það? Bjarni: Það er gífurlega mikið lagt á leikmenn, og sá Þmi sem fer í þetta hjá þeim er lítið minni en hjá atvinnu- ntönnunum. Ég tel nauðsynlegt að koma því á að leik- menn geti byrjað æfingar fyrr á daginn, þannig að menn fengju síður leiða á þessu. En þarna er auðvitað komið að spurningunni um peninga. Ölafur: Það liggur fyrir að fjárhagslegir möguleikar ll' þess að gera þetta eru afskaplega litlir, það verður að Segjast eins og er. Rekstur knattspyrnudeildar eins og ^já Val er eilíft stríð um peninga. Það verður örugglega erfitt að koma málum þannig fyrir að unnt verði að greiða leikmönnum vinnutap vegna æfinga. Við vitum Það að Skagamenn áforma að taka slíkt kerfi upp hjá Ser, en þess ber að geta að þeir búa í dálítið örðu vísi samfélagi en við í Reykjavík og eiga sennilega auðveld- ara með að koma þessu í kring. En að sjálfsögðu stefnum við að þessu, og gerum okkur grein fyrir því að við verðum að gera þetta. Mælirinn er fullur hvað ^arðar álag á leikmenn. Þetta getur ekki haldið svona afram, það eru hreinar línur. Eitthvað verður að gera, en hvernig á að leysa þetta fjárhagslega er svo höfuð- verkur. Bjarni: Fyrst farið er að ræða um fjármálin, þá sýnist mer það, að eins og t.d. Skagamenn ætla sér að fram- kvæma þetta muni það kosta félagið 6-8 milljónir króna. Valsblaðið: En nú hafið þið þegar farið út íþað að greiða leikmönnum peninga, er það ekki? Ólafur: Við höfum ekki gert það að öðru leyti en því að við höfum reynt að greiða þeim útlagðan kostnað, l d. í sambandi við akstur, en það er svo lítil upphæð að það tekur því ekki að tala um hana. Björn: Ég veit ekki hvort þessar greiðslur myndu út af fyrir sig auka áhuga leikmanna. Það er talað um að færa æfingatímann fram til þess að leikmenn komi ekki á æfingarnar útkeyrðir úr vinnunni. Þetta er ekki alveg einhlýtt. Þegar æfingar byrja ekki fyrr en t.d. klukkan hálf sjö, hafa alltaf einhverjir tækifæri til þess að hvíla sig svolítið á milli vinnunnar og æfinganna. Ef við erum að tala um tíma sem henta myndi best til æfinga þá væri það fljótlega eftir hádegi, t.d. frá klukkan eitt til þrjú. Bjarni: Þetta er ekki bara spurning um þreytu, heldur líka það að menn geti lifað eðlilegu Qölskyldulífi. Séu ekki að æfingum langt fram á kvöld. Albert: Ég er mjög ánægður með að heyra þau við- horf sem koma þarna fram hjá stjórnarmönnunum. Auðvitað myndi það breyta miklu ef menn gætu hætt í vinnu t.d. klukkan fjögur og verið búnir á æfíngu fyrir kvöldmat. Valsblaðið: Tœkist að koma þessu kerfi upp, myndi það skapa meira aðhald fyrir leikmennina? Bjarni: Það er augljóst að ef slíkar greiðslur kæmu til væri hægt að krefjast meira af leikmönnum. Ingi Björn: Það liggur í hlutarins eðli að ef menn fá laun fyrir að mæta á æfingu, þá skapar það ákveðið aðhald og það að leikmenn myndu telja sig skylduga til þess að hlýða sínum yfirboðurum, rétt eins og í vinnu sinni. Valsblaðið: Myndu skapast meiri möguleikar á slíku greiðslufyrirkomulagi ef Valur léki leiki sína á heima- velli sínum? Ólafur: Ég þori ekki að fullyrða neitt um það, en álít samt að svo yrði. Þá hefði félagið meiri möguleika til þess að skapa stemmingu í kringum leiki sína og vera með ákveðnar aðgerðir til þess að draga áhorfendur, og fá ábatann af því ef slíkar aðgerðir heppnast. Það yrði alla vega hvetjandi fyrir félagið miðað við það sem nú er að þurfa alltaf að skipta því sem inn kemur á leikina. Að auki myndu þeir peningar sem nú fara í vallarleigu renna til félagsins og koma því til góða. Bjarni: Það væri strax spor í áttina, ef tekjuskipt- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.