Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 31

Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 31
Hilmar: Það er vissulega erfitt að komast í svona gott lið. Til þarf toppleikmenn og góða félaga. Þeir efnilegu verða að hafa bið- lund og læra af þeim sem fyrir eru. Þeir sem gefist hafa upp á biðinni og horfið tii annara félaga eru fæstir miklir spámenn þar í dag. Auðvitað koma alltaf upp leikmenn sem tryggja sig strax í lið vegna mikilla hæfileika en það er þó frekar sjaldgæft. Gott dæmi um mikinn hæfileikamann sem hefur skólast og þroskast mikið í vetur er Brynjar Harðarson. Hann sýndi frábæra leiki með UL-lið- inur og er framtíðarmaður. Sp: Hvernig er æfingasókn í meistaraflokki? Hilmar: Hún verður að teljast mjög góð, líklega um 90%. í þessu felst m.a. skýringin á góðum árangri. Einnig hefur verið hæfilegur fjöldi á æfingum þannig að í þeim er oft mikill og góður kraftur. Sp: Ertu taugaóstyrkur fyrir leik? Hilmar: Ég skal fúslega játa að það kemur fyrir. Einkum þegar ég finn að leikmenn eru ekki rétt stilltir hugarfarslega fyrir leik. Því er oft erfitt að breyta. Helst þyrfti nýjan og óvæntan hvata fyrir hvern leik, hvata sem kveikti í mönnum sigurviljan og leikgleðina. Sp: Er framtíð Vals björt? Hilmar: Framtíðin er óráðin og ræðst m.a. af því hvað félagið ætlar sér að gera til að bæta aðstöðu handknattleiksmanna félagsins, sem er virkilega bágborin. Sp: Verður þú áfram hjá Val? Hilmar: Það er líka óráðið, en þó væri það gaman. Sp: Hefurðu áhuga á landliðsþjálfarastarfinu? Hilmar: Nei, það freistar mín ekki lengur. Ég hef ekki lengur áhuga á að þeytast á milli landa, skoða hótel og íþróttahallir og finna svitalykt. Aðstaða sú sem liðinu er boðin er til háborinnar skammar og í engu samræmi við þær kröfur sem gerðar eru um árangur. Það er því ekki áhugavert að taka að sér þjálfun landsliðs á íslandi. Sp: Hvað á þjálfun handboltamanna okkar að standa lengi? Hilmar: Leikmenn þurfa að æfa allt árið en þó eiga þeir að taka sér um mánaðarhvíld frá öllum handbolta og hætta að hugsa um hann á meðan á hvíldinni stendur. Sp: Hvað með skipulag handknattleiksmóta ertu ánægður með það? Hilmar: Nei, það má mikið bæta og eru nú uppi hugmyndir um að gerbreyta fyrirkomulagi móta yngri aldursflokka. Koma þar á helgarmótum mánaðarlega þar sem allt unga fólkið kemur saman og keppir til verðlauna. Þannig fást fleiri leikir og betri stemming í leiki unga fólksins auk þess sem allt skipulag verður einfaldara í snið- um og nýting íþróttahúsa betri. Þetta verkefni er virkilega áhugavert og kemur til með að hafa mótandi áhrif á framþróun handknattleiks- hér á landi. Spyrillinn og kempurnar þrjár luku nú síðustu dropunum úr kaffi- bollunum og kvöddu gestgjafann og barnapíuna Jón Pétur í Krummahólum, fjórðu kempuna. Við þeim öllum blasti nú rúmlega mánaðarhvíld frá æfingum og handboltahjali. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.