Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 97
Skýrsla
Körfuknattleiksdeildar
Vals frá
27/41978- 15/51979.
Á aðalfundi körfuknattleiksdeildarinnar í apríl
1978 var Halldór Einarsson einróma kosinn for-
niaður deildarinnar. Aðrir menn sem í stjórn voru
kosnir skiptu með sér verkum sem hér segir:
Hafsteinn Hafsteinsson varaformaður
Auðunn Ágústsson gjaldkeri,
Torfi Magnússon ritari,
Sigurður Már Helgason meðstjórnandi.
Varamenn voru kosnir:
Helgi Gústafsson,
Ólafur Thorlacius og
örn Harðason.
Vegna brottfarar Torfa er hann hvarf að námi við
fþróttakennaraskólann að Laugarvatni tók Helgi
við ritarastöðu og Haraldur Haraldsson tók stöðu
Hclga í varastjórn.
Fráfarandi stjórn hafði gengið frá cndurráðningu
Hick Hockenos sem þjálfað hafði við góðan orðstý
undanfarandi keppnistímabil og hafði því stjórnin
heldur náðuga daga fram eftir sumri utan þess að
staðið var fyrir sölutjaldi á 17. júní. Tókst þetta
nokkuð vel og þess fremur vegna vasklegrar fram-
göngu Sigurðar M. Helgasonar & Cosem létu ekki á
sig fá boð og bönn löggæslunnar við Gagnfræða-
skóla Austurbæjar er líða tók á nótt og business var
búinn við Lækjartorg. Er líða tók á byrjun keppnis-
tímabils juku menn við sig æfingar sem lítils háttar
höfðu verið stundaðar og biðu komu þjálfarans.
Rick kom síðan í byrjun september og tók sér ból-
festu í íbúð knattspyrnudeildar að Meistaravöllum 7
og undi hið besta hag sínum í nokkra daga og tjáði
nieðal annars formanni deildarinnar að sér litist
niun bctur á sig í þessari íbúð en þeirri sem þau hjón-
*n hefðu búið í árið áður. Þó fór svo eftir komu Ell-
enar konu Ricks að þeim hjónunum þótti dvölin hér
á landi óbærileg, og var þar ýmsu við borið. Hurfu
þau hjón af landi eftir skamma dvöl og varð þess
loks vart er sækja átti Rick til æfin°ar að kvöldi.
Brottför Rick sem var svo fyrirvaralaus varð mönnum
um verulegt áfall og til mikilla leiðinda þar sem við
vorum örugglega allir sammála um að Rick væri
réttur maður á réttum stað. Er þetta varð Ijóst fór ég
undirritaður strax þá um kvöldið að finna Bob
nokkurn Star umboðsmann leikmanna frá Banda-
n'kjunum og leita þar hófanna með nýjan þjálfara/
leikmann. Eftir óhemju orðagjálfur frá hans hendi
var ákveðið að þiggja hcldur aðstoð þjálfara ÍR-
inga Paul Stewart sem kvaðst eiga félaga vestur í
Bandaríkjunum sem gæti leist okkar vanda. Þessi
niaður var Timothy Dwyer sem síðar átti eftir að
reynast að mörgu leyti hinn ágætasti leikmaður
þjálfari og hinn hressasti náungi. Árangur meistara-
flokks varð nokkuð góður og unnust tvö mót,
Reykjavíkurmót og hraðmót unglingalandsliðs. í
yngri flokkunum ber helst að geta árangurs 3ja
flokks sem sigraði í Reykjavíkurmóti. Allt bendir til
þess að Tim Dwyer verði endurráðinn til Vals næst-
komandi haust, og yrði þá um leið reynt að tryggja
með viðeigandi ráðstöfunum að mætingar Tims á
æfingar yngri flokka félagsins verði aðrar og betri en
raunin varð á síðasta vetur. Tekjuaflanir voru með
ýmsu móti, m.a. var gefin út leikskrá fyrir leiki
meistarafiokks í úrvalsdeildinni, lagt var í happ-
drætti, seldir fiugeldar og haldinn kveðjuleikur og
síðar sama kvöld dansleikur fyrir Bandarísku leik-
mennina sem hér dvöldust. Pétur Guðmundsson
sem hér hafði dvalist um skeið í fríi frá liði Washing-
ton State University lék með í þessum leik sem Valur
vann eftir skemmtilega keppni. Hans þáttaka ístarf-
inu þann tíma sem hann dvaldist hér á landi var öll-
um til ánægju og aðeins synd að hann skildi ekki
mega leika með í leiknum gegn K.R., þeim leik er að
endingu réði úrslitum í mótinu. Endursamið var við
fyrirtækiö Vilberg & Þorstein um auglýsingu á bún-
ingunum og er samstarfið við þetta fyrirtæki mjög
gott. Á keppnistímabilinu var tekin upp sú ný-
breytni að gefa nokkrum úr hópi áhorfenda kost á
að reyna körfuskot af tilteknu færi en að launum
fengi sá er hitti, kjötskrokk frá Kjötmiðstöðinni
Laugalæk, mæltist þetta vel fyrir.
Með landsliðinu léku á síðara ári Ríkharður
Hrafnkelsson og Kristján Ágústsson.
Ekki verður svo við skilið en að þakka sérstaklega
Ólafi Thorlacius fyrir hans starf sem liðstjóra, sem
hann tók við af Einari Matthíassyni sem kaus að
hætta vegna starfa í landliðsnefnd KKÍ. Einnigsér-
stakar þakkir til þeirra bræðra Helga, Gústafs og
Leifs sem ávallt hafa verið reiðubúnir að hlaupa
undir bagga þegar þörf hefur krafist.
Skýrsla
Badmintondeildar
1978 - 1979
Á þessu starfsári, sem nú er að líða hafði deildin
til umráða 52 badmintonvelli í viku hverri, það er í
Valsheimilinu 32 velli, í Höllinni 8 velli og í TBR
húsinu 16 velli. Á seinustu tveim árum hefur deildin
orðið að sætta því, að tímar hennar í Valsheimilinu
hafa verið skornir niður um 50%. Af þeim tíma, sem
deildin hefur til umráða eru um 75% leigðir út til
félagsmanna, en afgangurinn er nýttur af keppnis-
fólki og undir unglmgastarf. Alls er félagar í
badmintondeildinni nú um 140.
Þó árangur keppnisfólks deildarinnar hafi ekki
borið hátt í fjölmiðlum, hafa unnist ágætis sigrar í
hinum ýmsu mótum og Valur hefur átt þátttakendur
í öllum meiriháttar mótum í badminton. Deildin
hefur séð um framkvæmd nokkra móta og eins hefur
verið haldin firmakeppni.
Um árangurinn er það að segja, að í janúar 1978
sigraði Hrólfur Jónsson á meistaramóti TBR í ein-
liðaleik í A flokki og hálfum mánuði síðar sigruðu
Ragnar Ragnarsson og Hrólfur Jónsson í tvfliða-
leik á sama móti. Á Reykjavíkurmóti seinna um vet-
urinn eignaðist Valur Reykjavíkurmeistara í einliða-
leik í A fiokki, Ágúst Sigurðsson og hann sigraði
síðan ásamt Guðmundi Adolfssyni í tvfliðaleik í A
fiokki. Valur átti fólk í úrslitum í flestum greinum A
fiokks á þessu móti.
íslandsmeistara eignuðumst við í tvfliðaleik, en
þar sigruðu Þórhallur Jóhannesson og Árni Sig-
valdason og sigruðu þeir Valsmennina Gunnar
Jónatansson og Guðjón Jónsson í úrslitum í deildar-
keppninni sigraði Valur örugglega í Suðurlands-
riðli í 2. deild, átti síðan að spila til úrslita um 1.
deildarsætið við Siglfirðinga en sá úrslitaleikur fór
aldrei fram af ýmsum ástæðum. Valur öðlaðist sætið
í 1. deild án þess að úrslitaleikurinn væri leikinn
vegna breytinga á fyrirkomulagi deildarkeppninnar.
Valur sendi einn keppanda á Norðurlandamót
unglinga í Noregi, Ágúst Sigurðsson, og stóð hann
sig vel miðað við frammistöðu íslendinganna sem
þar kepptu.
Eftir þetta keppnistímabil hafði Valur eignast
fimm nýja meistaraflokksspilara þá Hrólfi Jónsson,
Ágúst Sigurðsson, Þórhall Jóhannesson, Árna Sig-
valdason og Ásu Gunnarsdóttur.
Sigurður Haraldsson var aðalþjálfari deildar-
innar þetta keppnistímabil, en einnig fékk deildin
danskan badmintonþjálfara, sem hingað kom á veg-
um BSÍ. í vetur sáu Gylfi Óskarsson og Gunnar
Jónatansson um þjálfun unglinganna, en Hrólfur
Jónsson hafði eftirlit með þjálfun keppnisfólksins.
Á seinustu tveim árum hefur unglingastarf deild-
arinnar ekki gengið eins vel og skyldi, kemur þar
margt til. Stjórn deildarinnar hefur sett sér það að
meginmarkmiði að efla unglingastarfið og verður
ráðinn fastur þjálfari til deildarinnar á næsta ári.
Það hefur komið mjög illa við starfsemi deildarinn-
ar, hve tímar hennar hafa verið skornir niður í Vals-
heimilinu og verður vart gengið lengra í þeim efnum.
Stjórn deildarinnar vill nota þetta tækifæri til að
koma þcirri áskorun á framfæri til aðalstjórnar að
bygging nýs íþróttahúss verði það mál, sem forgangs
njóti næstu árin.
Badmintoníþróttin er í örum vexti, æ fleiri iðka
þessa íþrótt sem keppnisíþrótt, en þó hefur aukning
orðið mest hjá þeim, sem hafa fundið hve íþrótt þessi
er kjörinn til þess að halda sér í líkamlegri þjálfun.
Stjórn badmintondeildarinnar er nú skipuð á
eftirfarandi hátt:
Hrólfur Jónsson, formaður.
Jafet S. Ólafsson, gjaldkeri.
Hörður Benediktsson, ritari.
Þórhallur Jóhannesson, meðstjórnandi.
örn Petersen, meðstjórnandi.
í varastjórn:
Ragnar Ragnarsson,
Árni Sigvaldason og
Ágúst Sigurðsson.
95