Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 82

Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 82
Árskýrsla aðalstjórnar 1976 - 1977. Valsblaðið. Síjómin skipaði eftirtalda menn í Valsblaðsnefnd: Þorsteinn Marelsson form. Róbert Jónsson Gunnar Vagnsson Jón Karlsson Friðjón Guðbjörnsson VERKASKIPTING OG FUNDIR. Stjórn sú sem nú skilar af sér störfum, var kosin á aðalfundi félagsins 26. aprfl 1976. Fyrsti fundur stjórnarinnar var haldinn 3. maí og skipti stjórnin þá með sér verkum, sem hér segir: Ægir Ferdinandsson, Þórarinn Eyþórsson, Jón Kristjánsson, Guðmundur Frímanss. Lárus Loftsson, formaður (kosinn á aðalfundi) varaformaður ritari gjaldkeri bréfritari Varamenn, sem sátu alla stjórnarfundi: Guðmundur Ásmundsson Jón Snæbjörnsson Stjórnin boðaði stjórnir deilda á sinn fund, þar sem félagsmál almennt voru rædd, þó aðallega fjár- mál og þjálfaramál. Fundur var haldinn með full- trúum deildanna vegna hins svokallaða “skattamáls". Þá bauð stjórnin körfuknattleiksleikmönnum meistaraflokks og stjórn körfuknattleiksdeildar til kaffi - og baráttufundar fyrir fyrsta leik þeirra í fslandsmóti. Skólastjóri Hlíðarskóla, Ásgeir Guö- mundsson, kom á fund aðalstjórnar, þar sem rædd voru sameiginleg mál Vals og skólans. Lagði skóla- stjórinn áherslu á nauðsyn aukinna samskipta, og bauð Val í því sambandi að kynna starfsemi sína í skólanum. Mál þetta hefur verið í athugun hjá stjórninni. Félagsheimilið: Stjórnin skipaði eftirtalda menn í félagsheimilis- nefnd: Hrafn Bachmann formaður Björgvin Hermannsson Gunnar Svavarsson Vallarframkvœmdir og íþróttahúsbygging. Framkvæmdanefnd var þannig skipuð á síðastliðnu ári: Þórður Þorkelsson formaður Úlfar Þórðarson Jóhannes Bergsteinsson Guðmundur Ásmundsson Guðmundur Kr. Guðmundsson Guðni Jónsson Nefndin naut einnig góðrar aðstoðar Sigurðar ólafssonar. íþróttahúsið. Loftur Magnússon hefur annast rekstur íþrótta- hússins s.l. starfsár. Húsverðir hafa verið: Loftur Magnússon Sigurður ólafsson Guðmundur Ingimundarson Einar Jónsson Sigrún Jónsdóttir Leigutakar hafa verið þeir sömu í vetur og undan- farna vetur, þ.e.a.s. Hlíðarskóli frá kl. 8 til kl. 17, en eftir það hafa deildir félagsins haft afnot af húsinu. Fulltrúaráðið. Stjórn ráðsins skipa: Sveinn Z’óega Valgeir Ársælsson Guðmundur Ingimundarson Fyrir s.l. jól kom út 33. tölublað af Valur, sem jafnframt var 65 ára afmælisblað. Blaðið er vandað að venju og ritstjórn þess og Val til sóma. Stjórnin þakkar ritstjórninni og öllum aðstandendum blaðs- ins fyrir gott starf. 11. maí 1976. Félagið varð 65 ára 11. maí 1976. Eins og venja er hafði stjórnin kaffiboð að Hlíðarenda þennan dag milli kl. 16 - 19. í tilefni af 65 ára afmælinu, ákvað stjórnin að heiðra eftirtalda félaga, sem allir hafa unnið vel og lengi að félagsmálum: Þórarinn Eyþórsson Gullmerki Gísli Þ. Sigurðsson Silfurmerki Lárus Loftsson Silfurmerki Stefán Sandholt Silfurmerki Guðmundur Frímannsson Silfurmerki Karl Harrý Sigurðsson Silfurmerki Valsdagurinn 15. ágúst 1976. Valsdagsnefnd 1976 skipuðu eftirtaldir: Þórður Sigurðsson Jón Kristjánsson Grímur Sæmundsen örn Jónsson Gísli Guðmundsson Minningarsjóður Knattspyrnufélagsins Valur. Á síðasta aðalfundi félagsins var lögð fram og samþykkt skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Knatt- spyrnufélagsins Valur. Skv. henni var stjórn kosin fyrir sjóðinn, en hana skipa: Guðmundur Frímannsson, formaður Valgeir Ársælsson Jón Kristjánsson Sjóðsstjórnin lét prenta sérstök minningarspjöld, sem fást í Hverfískjötbúðinni, Hverfísgötu 50. Vals- félagar eru hvattir til að nota minningarsjóðinn. Taflmót. Fyrir mörgum árum var félaginu gefínn Hrókur, unnin úr tré, sem tefla skyldi um, árlega, innan Vals. Ekki hefur slíkt mót verið haldið árlega, en í fyrra var slíkt innanfélagstaflmót haldið í féiagsheimilinu. Þátttakendur voru allmargir, og sigurvegari varð Róbert Sigmundssort. Slíkt mót var aftur haldið nú fyrir skömmu og varð Guðmundur Aronsson taflmeistari Vals árið 1977. Umsjón með báðum þessum taflmótum hafði Hermann Gunnarsson. Valskonur. Stjórnin beytti sér fyrir fundi með Valskonum, bæði þeim sem stundað hafa handknattlcik fyrr og nú, og einnig þeim, sem giftar eru hinu sterka Vals - kyni. Rætt var um stofnun félags kvenna í tengslum við Val. Rétt þótti að stofna slíkt félag, og á stofnfundi fél- agsins voru samþykkt lög þess, sem fylgja þessari skýrslu, sérprentuð. Kosin var stjórn, en hana skipa: Ragnheiður Lárusdóttir formaður Sigríður Sigurðardóttir Ása Kristjánsdóttir Þuríður Sölvadóttir Guðrún Ingimundardóttir Stuðmenn Vals. Eftir hina glæsilegu sigra meistarafíokks í knatt- spyrnu s.l. sumar, vaknaði áhugi hjá áhangendum Vals að stofna félagsskap í tengslum við félagið, í því augnamiði að fjölmenna á leiki, sem Valur léki, og örva leikmenn til dáða. í framhaldi af því, var stofnaður á s.l. hausti fél- agsskapur, sem fékk nafnið “Stuðmenn Vals“. Þeir hafa íjölmennt á leiki Vals bæði í handknattleik og knattspyrnu, litskrúðugir og með tilheyrandi hróp- um og pípi. Hefur þetta án efa verið leikmönnum Vals hvati, en andstæðingunum til ama. Formaður Stuðmanna Vals er örn Petersen. Stórir sigrar. Það hefur ekki verið siður að ræða árangur í- þróttadeilda í skýrslu aðalstjórnar, en ekki verður hjá því komist að minnast á 3 glæsilega sigra sem félaginu hefur hlotnast að undanförnu. Meistara- fíokkur Vals í knattspyrnu vann það glæsilega afrek, að hljóta sæmdarheitið Besta knattspyrnulið íslands 1976 og Bikarmeistarar 1976. Handknattleiksmönnum meistarafíokks tókst, eftir harða baráttu, að hljóta sæmdarheitið Besta handknattleikslið íslands 1977. Þetta eru stór afrek, sem hlýjar öllum Valsmönnum um hjartarætur. Slíkir sigrar efla félagið jafnt innan þess sem utan, og slíkir sigrar gefa þeim ungu í félaginu byr undir báða vængi. Ekkert annað félag en Valur, hefur áður verið handhafí þessara þriggja eftirsóttustu titla íslenskra íþrótta samtímis. Stór afrek hafa verið unnin og miklu til þess fórnað Stjórn félagsins þakkar leikmönnum, stjórnend- um viðkomandi deilda og öðrum aðstandendum fyrir mikið og gott starf. Félagsmerki Vals. Ámundi Sigurðsson átti hugmyndina að gerð Valsmerkisins, en tillaga hans um merkið var sam- þykkt á aðalfundi félagsins 1926, á 15 ára afmæli þess. Tryggvi Magnússon, listmálari teiknaði merk- ið. Hin síðari ár hefur borið nokkuð á því, að lögun þess og innri mynd hafí breyst frá frumteikningu. Er því um að kenna, að ýmsir aðilar hafa teiknaö upp merkið, og hefur það þá breyst í meðförum þeirra. Stjóminni þótti svo komið, að ekki væri leng- ur til nægilega góð teikning af merki félagsins, og fékk því Ástmar Ólafsson, auglýsingatciknara, til að gera nýjar teikningar af nierkinu. Því merki er nú lokið, og ætlast stjórnin til að þessi merki séu notuð, þegar þeirra er þörf. Heiðursfélagi. Hinn 29. nóvember s.l. ákvað stjórn félagsins ein- róma, að gera Sigurð Ólafsson að heiðursfélaga félagsins. Sigurður var kappleiksmaður Vals lengur en nokkur annar. Hann hcfur starfaö að fram- kvænidum á Hlíðarendasvæðinu frá upphafi, eða í nær 40. ár. Hann er því óumdeilanlega verður þess heiðurs sem honum er veittur. Allir Valsmenn og öll íþróttahrcyfíngin í landinu standa í þakkarskuld við slíkan mann. / lokaorðum skýrslunnar stóð: Valur er áhugamannafélag, sem skv. lögum þess, á að gefa meðlimum sínum kost á að iðka íþróttir í tómstundum sínum. Ýmsar blikur eru á lofti, kröfur aukast og tíðarandi breytist. Enginn færstöðvaðrás tímans, en vonandi fær áhugamannafélagið Valur, enn um sinn, að gegna því hlutverki sem því var ætlað, og svo margir hafa barist fyrir. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.