Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 87

Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 87
sveinaflokki ásamt Tryggva og einnig átti Valur nienn í úrslitum í drengjaflokki. Stefnan hjá deildinni er að byggja upp unglinga- starfið og fá þannig góða og efnilega unglinga fram í dagsljósið, hefur þetta tekist nokkuð vel, því nú eru margir efnilegir unglingar í Val í dag, og einnig er komið sæmilcga öflugt keppnislið fram. Okkur í stjórn deildarinnar finnst aðalstjórn ekki sinna badmintondeildinni nógu mikið og finnst okkur jafnvel að hún sé aðeins til uppfyllingar. Oeildin hefur nú starfið í rúm 10 ár og alltaf staðið undir sér bæði fjárhagslega og staðið sig með sóma út á við. Það er von okkar að aðalstjórnin reyni að sýna deildinni aðeins meiri áhuga og hjálpi til við að cfla hag hcnnar. Það eru til fleiri deildar innan Vals cn aðeins knattspyrnu- og handknattleiksdeildin. Vonandi hcndir það ekki aftur í félaginu, að cinhver deild lcggist niður eins og kom fyrir Skíðadcildina. í dag starfar deildin með miklum blóma ogcr það vonandi að hún megi gera það áfram. ÁFRAM VALUR! Ársskýrsla Aðalstjórnar 1977 - 1978. Verkaskipting og fundir: Sú stjórn sem nú skilar af sér störfum var kosin á aðalfundi félagsins 3. júní 1977. Fyrsti fundur stjórnarinnar var haldinn 6. júní og skipti stjórnin með sér verkum: Bergur Guðnason formaður (kjörinn á aðalfundi) Þórarinn Eyþórsson varaformaður Guðmundur Frímannsson gjaldkeri Gunnar Gunnarsson ritari Hermann Gunnarsson bréfritari Varamcnn, sem sátu alla stjórnarfundi: Jón Snæbjörnsson Sigurður Dagsson Þann 7. des. boðaði aðalstjórn til almenns félags- fundar, þar sem rætt var um málefni félagsins, s.s. framtíð skíðaskála félagsins, fjárhag aðalstjórnar, tengsl aðalstjórnar við deildirnar, fyrirhugaðar laga- breytingar og margt fleira. Var fundur þessi mjög fjölmennur og að mati aðalstjórnar mjög gagnlegur. Félagsheimilið. Á árinu var unnið að viðgerðum á heimilinu innan dyra. Veg og vanda að því höfðu “Valskonur“, sem kölluðu bændur sína til liðs við sig og hefur heimilið tekið stakkaskiptum, þó enn sé margt ógert. Félags- heimilið hefur mikið verið notað á árinu og hafa sem fyrr Anita og Bjarni Jónsson annast daglcgan rekst- ur þess. íþróttahúsiö. Loftur Magnússon annaðist rekstur íþróttahúss- ins sl. starfsár. Húsverðir voru: Loftur Magnússon Guðmundur Ingimundarson Sigurður Ólafsson Ásdís Loftsdóttir Einar Jónsson Sigrún Jónsdóttir fþróttahúsiö nýja. Þann 21. júlí lagði aðalstjórn loks inn formlega umsókn til yfirvalda um að fá að byggja íþróttahús að Hlíðarenda. Mál þetta hefur verið mörg ár í deigl- unni, en ekki verið afgreitt frá aðalstjórn fyrr en nú. Núverandi stjórn tekur þó fram, að hún ýtti aðeins málinu úr vör, en fyrri stjórnir undirbjuggu það. En Þó málið hafi nú verið formlega sett af stað, eru mörg ljón í veginum, áður en við fáum nýtt, fullkom- ið íþróttahús. Fjárskortur yfirvalda hefur nú stöðv- að málið a.m.k. um sinn. Aðalatriðið er að mati stjórnarinnar, að Valur liafi ávallt næg verkefni framundan að Hlíðarenda, annars er hætt við stöðnun. Valsskálinn. Stjórnin hefur mikið rætt um framtíð skíðaskála Vals. Telur stjórnin að ástand skálans sé félaginu til vansæmdar. Á almennum félagsfundi í vetur leitaði stjórnin eftir vilja félagsmanna um hvað gera ætti við skíðaskálann. Var meirihluti fundar- manna á þeirri skoðun að ekki kæmi til mála að selja skálann. Stjórnin hefur bæði lcitað til dcilda félags- ins og utanaðkomandi aðila um hugsanlega nýtingu skálans. Það hlýtur að vera eitt brýnasta verkefni næstu stjórnar að leysa málefni skálans á viðunandi hátt. Formaður kannaði ástand skálans nú fyrir nokkrum dögum og er á þeirri skoðun, að hópur Valsmanna gæti kippt málum í lag í Sleggjubeinsdal á 2. - 3. helgum. Umhverfið er ákjósanlegt útivistar- svæði fyrir Valsmenn og konur, ef áhugi er fyrir hendi. Nýkjörin stjóm Valskvenna er þannig skipuð: Ragnheiður Lárusdóttir formaður Ása Kristjánsdóttir ritari Þuríður Sölvadóttir gjaldkeri Sigríður Sigurðardóttir meðstj. Guðrún Ingimundardóttir Hrafnhildur Ingólfsdóttir Helga Hafsteinsdóttir Valsdagurinn 1977. Formaður Valsdagsnefndar var skipaður Þórður Sigurðsson, en auk hans störfuðu í nefndinni full- trúar frá öllum deildum félagsins. Valsdagurinn var haldinn 14. ágúst og var sá áttundi í röðinni. Ljóst er að dagurinn er löngu orðinn fastur þáttur í starf- seminni og kærkomið tækifæri til kynningar á öllu starfinu að Hlíðarenda. Fjölmenni var og skemmt- unin öll hin hátíðlegasta. Tryggingar. Fyrir mörgum árum gerði Valur samkomulag við Tryggingamiðstöðina h/f um að Valur fengi um- boðslaun fyrir tryggingar hjá félaginu, sem teknar væru af Valsmönnum. Félagið hefur haft drjúgar tekjur af þessu á undanförnum árum. Stjórnin vill vekja athygli á þessu, því líklega vita alltof fáir um þennan möguleika til þess að styrkja Val og mætti auka tekjur félagsins verulega, ef menn nýttu sér þetta betur. Viðurkenningar og gjafir til félagsins. Á árinu náði Bergsveinn Alfonsson, fyrstur Vals- manna, þeim áfanga að leika 300 leiki með meistara- fiokki Vals í knattspyrnu. Samþykkt var einróma að veita Bergsveini silfurmerki félagsins á þessum tíma- mótum. Þá veitti aðalstjórn Youri Ilitchev, hinum ágæta þjálfara, silfurmerki félagsins fyrir frábært starf fyrir félagið á undanförnum árum. í janúar 1978 færðu Filippus Guðmundsson, einn af núlifandi stofnfélögum Vals, og kona hans, Val höfðinglega peningagjöf. Er hér með þakkað fyrir einstakan vinarhug hjónanna, en Filippus lék með Val síðast árið 1919. Þá færði Björn Kristmundsson félaginu peninga- gjöf og þökkum við Birni sýndan hlýhug bæði fyrr og nú. Minningarsjóður Vals. Sjóðnum barst minningargjöf frá Lionsklúbbn- um Huginn til minningar um Hermann heitinn Hermannsson. Er hér með þakkað fyrir þá ágætu gjöf, sem afhent var að viðstaddri ekkju Hermanns, Unni Jónasdóttur. Athygli Valsmanna er vakin á minningarspjöld- um, sem fást í Hverfiskjötbúðinni. Formaður sjóðs- ins er Guðmundur Frímannsson. Fulltrúaráðið. Stjóm ráðsins skipa: Sveinn Zoega Guðmundur Ingimundarson Valgeir Ársælsson hvarf úr stjórn ráðsins vegna starfa erlendis. Óhætt er að segja að hljótt hafi verið um starfsemi ráðsins á síðasta ári. Valskonur. Starfsemi Valskvenna hefur verið öflug á árinu og óhætt að segja að hið unga félag hafi farið vel af stað. Valskonur sáu um veitingar í félagsheimilinu 11. maí eins og sl. ár. Áður er vikið að framtaki þeirra varð- andi félagsheimilið. Þær hafa haldið marga og fjöl- sótta fundi á árinu og mynda nú traustan bakhjarl fyrir félagslífið með dugnaði sínum og röggsemi. Framk vœmdanefnd. Eftirtaldir aðilar skipuðu framkvæmdanefnd félagsins á síðastliðnu starfsári. Þórður Þorkelsson formaður Úlfar Þórðarson Jóhannes Bergsteinsson Guðmundur Ásmundsson Guðmundur Kr. Guðmundsson Guðni Jónsson Nefndin naut einnig góðrar aðstoðar Sigurðar ólafssonar. Skýrsla knattspyrnudeildar Vals starfsárið 1977. Á liðnu ári bar hæst sigur Meistaraflokks í Bikarkeppni K.S.Í. öðrum flokkum tókst ekki að sigra í fslandsmóti, en árangur var ágætur. Fimmti flokkur lék hreinan úrslitaleik gegn Akranesi, reyndar fjórir, og tapaði naumt. 3. flokkur vann einn riðil og tók þátt í úrslitakeppni á Akureyri. Annar og ljórði flokkur urðu númer tvö í sínum riðlum, voru bæði í A-riðli, en lið númer eitt í þeim urðu síðan íslandsmcistarar. Á næsta keppnistímabili taka allir flokkar Vals þátt í A-riðli íslandsmótsins. Eftirtaldir sigrar unnust á árinu: Innanhússmót: 2. flokkur. Utanhússmót: Meistaraflokkur Bikarkeppni K.S.f. 1. flokkur, Miðsumarsmót. 2. flokkur B, Miðsumarsmót. 5. flokkur B, Miðsumarsmót. Stjórn knattspyrnudeildar. Stjórn sú, sem skilar nú af sér störfum, var kosin á aðalfundi 27. janúar 1977. Formaður var 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.