Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 44

Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 44
Armar Knattspyrnufélagsins Vals hafa teygt sig víða. Vestur við Val- húsahæð hittum við Valsfjölskyld- una að þessu sinni. Ekki eru Seltirn- ingar beinlínis á Vals“svæðinu“, raunar alveg í hinum enda bæjarins og þar að auki í öðru kjördæmi. Ég lagði leið mína eitt kvöldið um sex-leytið vestur á Skólabraut 19 á Nesinu og hringdi bjöllu. Til dyra kom Gunnar Lúðvíksson, einn nýj- asti kraftur 1. deildarliðs Vals í handknattleiknum og bauð komu- að ræða. Knattspyrnan sé einfald- lega skemmtileg íþrótt og eigi ekkert síður við konur en karla. Tal um annað sé ekki nema fordómar. Stelpur í atvinnuknattspyrnu? -Stelpurnar eru margar spenntar fyrir knattspyrnunni og áhuginn það mikill að við verðum að skipta hópn- um í tvo aldursflokka. Sumar þeirra tala meira segja í alvöru um að þær vilji fara út í atvinnumennsku í knattspyrnunni. boltanum í sumar, en þá misstu Valsmenn af íslandsbikarnum, enda þótt þeir væru komnir með aðra hendi á hann, rétt eins og í 1. deild karla. -Við þurftum ekki nema jafntefli gegn FH, en töpuðum 2:1. Þetta gaf Breiðabliksstelpunum sigurinn í sumar. I fyrra urðum við íslands- meistarar í knattspyrnu. I góðu félagi er ýmsu ábótavant En Erna er ekki allskostar ánægð Búa við Valhúsahæð, - og keppa með Val Erna Lúðvíksdóttir í 1. deild í knattspyrnu og handbolta og Gunnar bróðir hennar í 1. deildinni í handbolta - og nú eiga báðir bikararnir í handboltanum að fara að Hlíðarenda manni til stofu. Þar var og Erna systir hans, Valkyrja mikil, keppir með 1. deildarliðum félagsins bæði í handknattleik og knattspyrnu. Tvöfalt hjá Val í vetur! Það vafðist ekki fyrir þeim syst- kinum að svara fyrstu spurningu minni: Það er alveg á hreinu, bikarinn fer að Hlíðarenda, var álit þeirra beggja. Og satt er það, lið þeirra virðast bæði ætla að verða í eldlín- unni í vetur. Vonandi að þau reyn- ist sannspá. -Og hvernig stendur svo á því að þið hafið bæði lagt lykkju á leið ykkar, framhjá Gróttu og síðan KR- herbúðunum og farið alla leið til Vals? -Það var ekki um annað að gera fyrir mig, sagði Erna, sem er 18 ára og í 5. bekk í Verzlunarskólanum. Gróttuliðið lognaðist út af þegar við vorum komnar upp í meistara- flokk. Það var ekki um annað að ræða fyrir mig. Erna fór líka að æfa knattspyrnu. Hún neitar því staðfastlega að það sé um nokkra tilburði rauðsokka -Mínar ástæður fyrir félagaskipt- um voru nokkuð aðrar. Gróttu gekk mjög vel á tímabili og spjaraði sig með ágætum í 1. deildinni. Svo fór botninn úr öllu saman og í dag er liðið i 3. deildinni eftir að vera eitt ár í 2. deild. Mér fannst ég verða að reyna fyrir mér þar sem aðstæður eru allar betri og meiri tækifæri til að spjara sig og ná árangri. Ég hef alltaf dáð Val og Valsmenn og svo lét ég verða af því að ganga í Val í júní síðastliðnum. Auðvitað er ég alltaf Gróttumaður inn við beinið og fylgist með því sem þar er að ger- ast og fagna því að nú er félagið með á prjónunum enduruppbyggingu. Það lízt mér vel á. Ég var líka dálít- inn tíma með FH í 2. deildinni í knattspyrnu, en gafst upp á því vegna fjarlægðarinnar, enda kostar það sitt að aka þennan spöl oft í viku. Gunnar er 22 ára og er við nám í Kennaraháskóla íslands. Hann kvaðst ekki geta leynt því að hugur hans stæði mjög til íþróttanáms með kennslu í huga og helzt þá við er- lenda íþróttaháskóla. Erna segir okkur meira frá fót- með það viðhorf sem ríkir enn til kvennaknattspyrnu: -í sumar sem leið lékum við engan leik á grasvelli, allir leikirnir á möl. Við máttum ekki einu sinni stíga fæti inn á grasvellina að Hlíðarenda. Meistaraflokkur karla fær að æfa á grasinu og jafnvel fleiri flokkar. En það er ekki hlustað á okkur frem- ur en fyrri daginn. Þá fannst okkur það leiðinlegt að sjá aldrei neina stjórnarmeðlimi horfa á leiki okkar eða fylgjast með okkur á nokkurn hátt. Sama sýnist okkur með KSÍ. Það er ekki einu sinni hlustað á okk- ur, þegar við förum fram á að fá að taka þátt í Norðulandamótinu í knattspyrnu kvenna, eða fá lands- leik. Nú eða þá blöðin. Þar er varla minnst á að kvennaknattspyrnan sé til. Helzt er það Dagblaðið sem hefur sýnt okkur áhuga bæði í knatt- spyrnunni og handknattleik. Gunnar er sammála systur sinni um þessi atriði. Hann segir að jafn- vel handboltalið karlanna hafi í sumar fengið að nota grasvellina. Stelpurnar séu áreiðanlega ekki slík- ir vargar í véum sem karlarnir, þær séu nettari og það gangi ekki þau 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.