Valsblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 74
Úr félagslífinu
Slelpurnar í Va! vila að œfingin skapar meislarann.
dögum, þannig að við verðum að
leggja slík áform á hilluna í bili.
Áfram er leikið, það er skotið,
skorað, varið og brennt af, eins
og gerist og gengur í handbolta.
Tvær ungar dömur hvíla utan
vallar og fylgjast með stöllum sín-
um inná vellinum. Við tökum þær
tali: Helena Bragadóttir, 13 ára
gömul og nemandi í Hlíðaskóla,
segir okkur að hún hafi leikið
handbolta í tvö ár í 4. flokki, en sé
nú í 3. flokki. Hún segir að hand-
bolti sé mjög skemmtileg íþrótt,
en segir, að hún æfi líka fótbolta
og segist ekki geta gert uppá milli
hvor íþróttin sé skemmtilegri og
fyrst svo sé, þá æfi hún þær báðar
og ætli að gera. Hún segir að
stelpurnar komi saman annan-
hvern laugardag og þá komi
nokkrar með kökur, sem að sjálf-
sögðu séu borðaðar, en síðan tali
stelpurnar bara saman. Að lokum
trúði hún okkur fyrir því, að Þór-
arinn væri frábær þjálfari.
Hin daman, er 12 ára nemandi í
Hlíðaskóla og heitir Þóra Jóns-
..Hverl á ég ai) gef anrí'.
dóttir. Hún segist alltaf hafa hald-
ið með Val, en vera nýbyrjuð að
æfa handbolta og það sé voða
gaman. Hún segist líka æfa fót-
bolta, en aldrei keppt. Og eins og
Helena, segist hún eiga erfitt að
gera uppá milli handbolta og fót-
bolta og því ætla að æfa báðar
íþróttirnar.
..og þar með voru þær roknar,
því skipt var um annað liðið á vell-
inum og þær því komnar inná.
Áður en við fórum gerði Þórarinn
stutt hlé á æfingunni og allar
stelpurnar ásamt Þórarni og Karli
stilltu sér upp fyrir Friðþjóf sem
tók mynd af öllum hópnum og all-
ar brostu þær, því þær vildu vera
sem sætastar á myndinni í Vals-
blaðinu.
H.Dan
1
Úr félagslífinu