Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 46
22
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
dugnað til að koma áformum sínum í fram-
kvæmd.
Á sunnanverðu Skotlandi hafa síðan ámið-
öldunum búið marg'ir aðalsmenn, er frægir hafa
orðið í söng og sögu fyrir fræknleik sinn, her-
kænsku og hugprýði. Douglas ættin var ein
af þeim allra frægustu. Voru þeir frændur
jafnan önnur hönd Skotakonungs í stríðum
hans gegn ágangi Englendinga. Á miðri
seytjándu öld hlaut höfuð ættarinnar jarlstign
og tignarnafnið Selkirk. Fimmti jarlinn, er
bar það nafn, nam fyrstur manna land í Rúperts
Landi og sögu hans skal hér segja í fáum orðum.
Thomas Douglas, jarl af Selkirk og barón
af Daer og Shortcleugh, var fæddur 20. júní
1771, að kastala föður síns í St. Marys Isfe í
Kirkcudbrightshire á Skotlandi. Sex bræður
átti Thomas, alla sér eldri, voru því litlar líkur
til að hann erfði tign og lendur föður síns.
Thomas var settur til menta við Edinborgar-
háskóla á unga aldri. Varð hann brátt fyrir
jafnöldrum sínum um marga hluti. Hann var
einn af stofnendum nafnkends klúbbs, og átti
að meðstofnendum marga menn, er síðar koma
við sögu landsins. Walter Scott, skáldsagna-
höfundurinn frægi, var einn af klúbbbræðrunum.
Góðar gáfur þótti Thomas hafa, hæfilegleika
til ritstarfa, framkvæmdarsemi og dugnað í
bezta lagi. Ekki mun laust við að bæri ádrotn-
unarfýsn þeirri og æfintýraþrá, er einkendi ætt-
menn hans. Nítján ára að aldri hætti hann
skólanámi. Ferðaðist hann nú víðaumFrakk-