Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 47
ALMANAC 1912
23
land, en um Hálöndin á sumrum, og kynti sér
hag- manna. Komst hann mjög við af örbirgð
fólks í Hálöndunum og á írlandi, og vaknaði
löngun til að létta kjör þess fólks. Útflutningf-
ur virtist bezta ráðið. Lítið varð þó um fram-
kvæmdir að sinni og fram yfir aldamótin.
Árið 1895 mátti Thomas Douglas sjáábak
eina eftirlifandi bróður sínum. Tveim árum
síðar lést faðir hans. Tók hann nú við land-
eignum ættarinnar og tign. Rétt eftir alda-
mótin kom út á Englandi ferðasaga Alexanders
Mackenzies. Lýsti hann þar Rúperts Landi all
ítarlega. Vaknaði þegar löngun hjá Selkirk
jarli, að flytja snauða samlanda sína á lendur
Hudsonsflóafélagsins á meginlandi Norður-
Ameríku. Árið 1802 sótti hann til brezku stjórn-
arinnar um leyfi, að flytja nokkrar fjölskyldur
vestur. Ekki var því vel tekið. Fekk jarlinn
því lendur miklar í Prince Edward eyjunni; flutt-
ist á þær hópur manna sumarið 1803. Varð
nýlenda sú hin blómlegasta, og lifa afkomendur
landnema þessara í eyjunni þann dag í dag.
Samsumars leitaði Selkirk sjálfur vestur um haf,
að kynna sér land og lýð. Dvaldi hann næsta
vetur í Montreal. Hér var aðal aðsetursstöð
North West félagsins, sem var eini keppinautur
Hudsonsflóafél. í vesturlandinu, og rak á þess-
um árum stórum meiri loðskinna verzlun en
eldra félagið. — Selkirk jarl hafði áður kynt
sér nokkuð hagi manna og landgæði vestur þar,
en nú gafst honum tvöfalt tækifæri. Allir efn-
uðustu Bretar í Montreal, með mjög fáum und-
antekningum, voru í North Wes' fé- Tóku