Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Síða 48
24
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
þeir jarlinum tveim höndum, sat hann að sumbli
með þeim, og komst eftir mörg-u viðvíkjandi
verzlun þeirra og högum, sem öðrum varhulið.
Virðist hann hafa styrkst í þeirri trú, að búlönd
góð væru vestur í landi og sérstaklega í Rauð-
árdalnum. _ Ekki varð þó enn af útflutningi
þangað. í stað þess náði jarlinn eignarhaldi á
landflákum miklum í Efri-Kanada (nú Ontario).
Fluttust þangað nokkrar fjölskyldur árið 1807.
Ekki reyndist búland gott um þær slóðir, varð
fólkið að flytja burt. Þarf ekki að geta þess
landnáms frekar.
Árið 1806 var Selkirk kosinn af stéttar-
bræðrum sínum á Skotlandi, til að sitja í lávarða-
stofunni brezku, lét hann þar talsvert að sér
kveða næstu ár. Skrifaði hann nú um hagfræð-
isleg efni. Einnig ræddi hann og ritaði um
landvarnir, og hélt með herskyldu. Þó ærið
nóg starf væri fyrir hendi heima fyrir, gleymdi
hann ekki Rúperts Landi. •—
Samkvæmt leyfisbréfi Karls annars, gefnu
árið 1670, kvaðst Hudsonsflóafél. eiga land alt
kringum flóann og inn í landað upptökum fljóta
þeirra, er í hann falla. Ekki var stjórn félags-
ins um það gefið, að bændur flyttu á lendur
þess, voru því góð ráð dýr. Afréð Selkirk, að
kaupa hluti í félaginu svo marga, að hann og
vinir hans ættu þar öll ráð. Þrítugasta maí 1811
héldu hluthafar félagsins fund í Lundúnum.
Hafði Selkirk jarl þar töglin og hagldirnar.
Keypti jarlinn að félaginu 114,000 fermílur af
landi. Varð hann, félaginu að kostnaðarlausu,
að flytja á það landnema, sjá þeim fyrir fæði og