Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Side 51
ALMANAK 1912.
27
í land; gengu þeir á snjóþrúgum, og komust til
Fort Douglas við Rauðá í apríl. Gerðu þeir
þegar áhlaup á virkið, og unnu það af North
West iélagsmönnum, er þar sátu síðan 20. júní
árið áður.
Selkirk lávarður hélt svo sjálfur vestur
seinna um vorið, og kom í nýlenduna seinustu
viku júnímánaðar. Koma hans þangað, þó
dvölin væri ekki löng, hafði góðar afleiðingar.
Höfðingleg framkoma hans og tign sneru hug-
um Indíána til hans, og tóku þeir honum tveim
höndum. Nýlendubúar báru til hans traust, er
óx við frekari viðkynningu. — Samningar voru
nú gerðir við Indíánahöfðingja, létu þeir eftir
land á báðum bökkum Rauðár og Assiniboine-
ár, en hlutu að launum árlegar gjafir. Kaup-
samning þennan undirskrifuðu fimm Indíána
höfðingjar og Selkirk jarl. Þar með var það
viðurkent, sem hafði ollað Indíánum og kyn-
blendingum gremju, að ekki var áður tekið til
greina, nefnilega eignarréftur þeirra til landsins.
Jarlinn stappaði líka stálinu í nýlendumenn, hét
þeim styrk og vernd, gaf mörgum jarðir, en
öðrum upp gamlar skuldir.
Ur nýlendunni fór Selkirk landveg til
Washington, þaðan norður um land til Kanada.
Eins og vonlegt var sá Kanada stjórn sér
ekki fært, að láta allar þær rimmur, er fram fóru
vestur í óbygðum, órannsakaðar. Sendi hún
því Coltman nokkurn vestur sumarið 1817, mann
skarpskygnan og óhlutdrægan Eftir miklar
vitnaleiðslur hér og þar í landinu kom Coltman
til Kanada, um sama leiti og Selkirk að sunnan.