Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 59
ALMANAK 1912.
35
megandi vina eða ættingja að flytja all-flestir oggetalifað
hjá þeim góðu lífi, þar til eitthvað raknar úr fyrir þeirn.
— Til Winnipeg flutti eg 1882 um sumarið og vann þar
fyrst við verzlun hjá Helga Jónssyni, ritstjóra ,,Leifs“.
Síðan hjá enskum verzlunar.nanni. Árið 1883 giftist eg
Svövu Björnsdóttur, Kristjánssonar (Skagfjörd), var ætt
sú úr Skagafirði. Móðir Svövu er Kristrún Sveinungadótt-
ir. (Hennar er getið í þætti Winnipegbæjar). Árið 1883
ferðaðist eg vestur að Kyrrahafi og voru með mér í þeirri
för Haraldur Jóhannesson, Ólafssonar af Húsavík með
skyiduliði sínu, Jón Jónsson bróðir Tómasar lögmanns í
Winnipeg og 1 unglingspiltur ættaður úr Hrútafirði. Hug-
myndin var að leita eftir nýlendusvæði vestur viðhafið. Eg
fór 200 mílur norður eftir Vancouver-eyju og um megin-
landið þar umhverfis, sem nú nefnist Vancouver. Ekki
leist mér að þar gæti orðið íslenzk nýlenda í nokkru sam-
heng:i. En hafið fanst mér eg þurfa að sjá. Ekki til að
þreyta fangbrögð við það eins og fyrri, heldur til þess að
rannsaka hvdrt ekki væri á ströndinni frjósamur og fagur
landblettur, fýsilegur til bústaðar fyrir mig og aðra íslend-
mga er þráðu hafiö. Eg dvaldi um tíma í Victoríuborg á
heimleiðinni, hélt svo þaðan til Washington-héraðsins og
Montana, því þá var C. P. R. brautin ekki fullgjör vestur.
Eftir það dvaldi eg í Winnipeg þar til eg flutti hingað og
er gjör skýrt frá tildrögum þess í þætti Álftavatnsbygðar“.
Björn Lítidal hefir búið í Grunnávatnsbygð síðan hann
flutti þangað og er einn hinn gildasti bóndi þar, hefir hann
rausnarbú og verzlun all-stóra. Björn er hár maður vexti
og karlmannlegur, höfðinglegur og prúður í framgöngu.
Hann er vel greindur og gætinn, fastur í lund og fylginn
sér. Hann hefir verið lengi póstafgreiðsluniaður, féhirðir
skólans á Markland milli 10 og 20 ár og starfað ötullega
að öllu því er hann hefir látið sig skifta í félags-