Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Qupperneq 62
38
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
alkunnu Víkingavatnsætt í Kelduhverfi. Móöir Nikulásar
var Jóhanna Nikulásdóttir, Péturssonar bónda í Arnkels-
gerði í Vallahrepp í SuBur-Múlasýslu, voru þau komin af
hinni svonefndu Finnstaðaætt. Kona Nikulásar er Krist-
ín Erlendsdóttir, systir þeirra lngimundar og Guðjóns
Erlendssona er búa á BlufF, vestan við Narrows. Niku-
lás er tvígiftur, en nafn eða ætt fyrri konu hans veit sá ei
er þetta ritar. Nikulás fiutti vestur um haf 1883. Settistaðí
Breiðuvíkinni í Nýja íslandi og dvaldi þar þangað til vor-
iö 1887, þá fiutti hann sig vestur í Geysisbygðina og var
einn af 5 fyrstu búendum þar. Vorið 1889 fiutti hann sig
til Winnipeg og var þar eitt ár. Flutti síðan í norðaustur
hluta Álftavatnsnýlendu, ásamt fleirum og þaðan í Grunna-
vatnsbygð og nam þar Iand og bjó þar, þar til árið 1905,
þá seldi hann land sitt og fluttist vestur á BlufF, vestan
við Narrowe, þar græddist honum vel fé og keypti síðan
land vestan við Winnipegvatn sunnarlega og býr nú þar
á eignarjörð sinni, Marshland-pósthús. Nikulás er greind-
ur maður, ör í lund og gleðimaður og hefir því jafnan orð-
iö vel til vina.
Jakob Sigurösson Crawford, ættaður úr Breiða-
firði. Faðir hans Sigurður Sakaríasson frá Heydalsá. Kona
hans heitir Helga. Um ætt hennar veit sá, er þetta ritar,
ekki neitt. Jakob kom vestur snemma á landnámsárum Is-
lendinga, árið sem bóluveikin var í Nýja íslandi, dvaldihann
fyrsta árið hjá 10 hermönnum er héldu vörð um Nýja ís-
land milli þess og Selkirk; nam hann þar enska tungu. Ár-
ið 1885 var hann í sjálfboðaliðinu frá Prinee Albert, er bæla
átti niður Indíánauppreisnina. Var hann í bardaganum við
Duck Lake, ásamt fleiri íslendingum er tólcu þátt ístríðinu,
hafði hann þá engan íslending séð í 7 ár og kveðst þá
hafa orðið feginn mjög að heyra aftur móðurmál sitt.
Hann hafði á sumrin undanfarið verið á gufubátum er