Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 66
42
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
í Seattle. Siguröur fluttist fyrst til Þingvallanýlendu og
nam þar land og giftist þar Guörúnu Þórunni Helgadóttur
eyfirskri aö ætt. 1893 flutti Siguröur úr Þingvallanýlendu
og bjó eitt ár skamt fyrir vestan Yorkton. ÁriÖ eftir
flutti hann til Grunnavatnsbygðar, lagði af staö aö vestan
4. mai og kom 4. júní til Grunnavatnsbygöar og ók ft
hestum alla leiö, en notaöi ekki járnbrautir. Vorið 1896
dó kona hans. En áriö 1898 giftist hann aftur, konu
þeirri er áður er nefnd í þætti Daníels Sigurössonar. Sig-
urður er myndarbóndi og talinn efnaðasti maöur þar í bygö.
Jón Guðmundsson, Þornióðssonar í Hjálmholti.
(Guöm. var bróðir Ólafs fööur Siguröar sýslumanns í Ár-
nessýslu). Móöir Guðmundar var Margrét Ólafsdóttir
frá Langhóli í sömu sýslu. En kona Guömundar og
móöir Jóns var Anna Jónsdóttir prests í Klausturhólum.
Foreldrar Jóns Guömundssonar bjuggu í 30 ár á Ásum
í Gnúpverjahrepp. Jón flutti til Vesturheims árið 1899
með konu sinni Sigríði Björnsdóttir, Jónssonar Svein-
björnssonar í Tungufelli og Katrínar Jónsdóttur Dbr,-
manns á Kópavatni í Hrunamannahrepp. Jón fluttist
fyrst til Bandaríkjanna og var þar í 2 ár og fluttist síöan í
Grunnavatnsbygð og nam þar land og býr þar síöan.
VigfÚS Þórðarson, bónda frá Leirá í Borgarfiröi.
Nafn eða ætt konu Vigfúsar veit ei sá er þetta ritar.
Benedikt Hjálmsson, alþm. úr Borgarfjarðarsýslu.
Halldór Jónsson úr Þistilfirði. Kona hans Guðný
(dáin fyrir nokkru) Halldór hefir nú brugðið búi og dvel-
ur hjá dóttur sinni, sem er gift Guðm. Stefánssyni er býr
þar í bygðinni.
JÓn JÓnSSOn, bróðir nýnefnds Halldórs, nam land í
bygöinni og bjó í félagi með Halldóri bróðir sínum.
Guðmundur Sigurðsson, sonur Sigurðar bónda í
Fögruskógum í Snæfellsnessýslu og Þórunnar Einars-