Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 69
ALMANAK 1912.
45
Friðrik Ágúst Kristmannsson, sonur Kristmanns
Jónssonar og Jórunnar Jónsdóttur, er bjuggu um 20 ár að
Litla-Vatnshorni í Haukadal í Dalasýslu. Kona Friðriks
er Elín Guðrún, dóttir Jónasar Jónssonar og Steinunnar
Jónsdóttir frá Fremri-Vífilsdal í Hörðadal í Dalasýslu.
Þau hjónin fiuttu vestur um haf árið 1901, frá Ólafsvík í
Snæfellnessýslu.
Sigfús Árnason frá Krossavík í Þistilfirði. Kona
hans Karólína Kristjánsdóttir frá Bægisstöðum í ÞistilfirBi.
Torfi Jónsson bónda Torfasonar á Ásgrímsstöðum í
Hjaltastaðahrepp í Norður-Múlasýslu. Fluttur vestur í
Foam Lake bygð.
Guðjón Rafnkelsson, Skaftfellingur.
Björn Jónsson bóndaÞórarinssonarfrá Víðustöðum í
Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu. Kona hans Stef-
anía ættuð úr Borgarfirði í sömu sýslu.
' Stefán Björnsson frá Svalbarði á Svalbarðsströnd við
Eyjatjörð, er hann bróðir konu A. M. Freemans, og er
ætt sú áður talin, (sbr. þátt um A. Freeman). Kona
Stefáns er Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigurðssonar frá
Kornhúsum í Hvolhrepp í Rangárvallasýslu. Kona Sig-
urðar og móðir Guðbjargar hét Katrín Jónsdóttir. Þau
Steffin og Guðbjörg komu vestur um haf 1892, þá blftfá-
tæk. Þau eiga 10 börn á lífi, er þau hafa alið upp hjálp-
arlaust og komin í góð efni. Hef eg heyrt ýmsa sveit-
unga þeirra telja þau fyrirmyndarhjón að dugnaði og
rftðdeild.
Jón Hannesson, fyrrum aukapóstur áíslandi, býr
vestanvert við Grunnavatn. Einn af myndarbændum
bygðarinnar. Er efnaður vel og héfir bygt reisulegt hús.
Jón er tvígiftur. Síðari kona hans, mig minnir hún heiti
Guðrún, er frá Reykjavík. Fyrir einhver óhöpp, hafa æfi-