Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 73
ALMANAK 1912.
49
feröin all-vel. Næsta dag lagöi hann af staö á fiekanum
frá Fagratúni. Skildi hann þar eftir fjölskyldu sína, en
fékk í för með sér Einar Guðmundsson er þar bjó. Stefndu
þeir til eyjarinnar, er Jóhann nefndi þá Engey. Þeirhöföu
kjölbyttu og flatbotnaöan bát með sér. Ferðin gekk all-
vel fram á mitt sundiö, en þá tók að hvessa og öldugang-
ur varð mikill. Öldurnar skullu á flekann all-hart og lið-
uðu frl borðin með útsoginu á veðurborða. Þótti þá
Einari útlitið ærið ískyggilegt og vildi leita að landi. En
Jóhann lét sér hvergi bregða og sagði þeir skyldu hafa
endaskifti á flekanum ogbeita heilu hliðinni íveðrið. Þetta
ráð dugði og náðu þeir slysalaust til eyjarinnar. Eyja
þessi var aðeins 106 ekrur að stærð, mestmegnis skógi
vaxin, aðeins smá grasblettii á milli, þar sem fékst tveggja
eSa þriggja gripa fóður, þegar vatnið stóð lægst. Hér
byrjaði Jóhann fj'rst búskap og með góðum árangri. Vat
það vorið 1880, að hann flutti þangað með konuog 5 börn
hið elsta á 12 ári og efnin fremur lítil. Hann bygði þar
reisulegt hús. Vann með stakri elju og dugnaði, að því
«ð ryðja skóginn og rækta landið, bæði til heyskapar og
kornyrkju. Jafnframt stundaði hann fiskiveiðar til heim-
ilisþarfa og síðar einnig til verzlunar. Hann aflaði sér
allra nauðsynlegra áhalda til akuryrkju og kom honum
það oft í góðar þarfir að hann var smiður góður
bæði á tré og járn og gat því margan hlutinn snu'ðað er
aðrir þurftu að kaupa (á gullsmíði nafði hann líka lagt
stund). Efni hans og vellíðan fór vaxandi íirfráári, enda
átti hann konu samhenta sér að dugnaði og atorku. Sann-
•slenzk gestrisni hafði nuntið sér þarna land með Jóhanni
°8f nninu margir ferðamenn minnast ánægjustundanna á
beimili þeirra hjóna. Hann breytti þessum litla skógar-
hólma í akra og engi. Hann var sveitarnefndarmaður
Milkeyinga um allmörg ár og tók mikinn þátt í öllu fé-