Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 76
52
ÓLAI'UR s. thorgeirsson:
og hann kom til Mikleyjar var hann kosinn í bygöarnefnd
og var skrifari nefndarinnar í 2 ár. Þá var hann kosinn
bygðarstjóri. Hann \'ar einn fremsti forgangsmaður þess
aö myndaðir voru tveir skólar í Mikley, var hann skrif-
ari og féhirðir skólans á vesturhluta eyjunnar og stund-
um beggja. Þegar hann kom í ísafoldar-bygð þá gekst
hann fyrir því að fá þar pósthús og koma upp skóla og
var þar skrifari skólanefndar og póstafgreiðslumaður,
meðan hann var þar. í 6 ár var hann kosinn meðráðandi
í sveitarstjórn fyrir Fljótsbygð. Féll að eins einu sinni
við kosningu og átti þá að þá að keppa við Gunnstein
sál. Eyjólfsson, einn allra mikilhæfasta mann kjördæmis-
ins. En Pétur vann aftur sætið við næstu kosningar. í
Grunnavatnsbygð hefir Pétur veriö mikið riðinn við for-
göngu ýmsra framfaramála, t. d. stofnun búnaðarfélags
— stofnun Unitarasafnaðar o. fi. — Hann hefir lagt stund
á smáskammta lækningar og er álitinn mjög gúður lækn-
ir af þeim er bezt þekkja hann. Pétur er vel máli farinn
og fylgir fast málum þeim er hann berst fyrir. Að vera
alinn upp á hrakningi heima á íslandi og brjótast áfram
og ná því takmarki að vera talinn einn með mikilhæfustu
mönnum hvar í sveit sem er meðal Vestur-íslendinga,
það gjörir enginn nema sá er hefir hlotið meira en meðal
skamt af andlegu atgjörvi og þreki. Það hefir Pétur
Bjarnason gjört. 1
Jón JÓnsson Halldórssonar, Pálssonar (Páll bjó um
60 ár á Asbjarnarstöðum í Stafholtstungum í Mýrasýslu,
Halldór sonur hans var orðlagður fyrir sjálfsmentun og
bókaskriftir). Faðir Jóns bjó mest allan búskap sinn að
Svarfhóli í Stafholtstungum. Kona hans var Helga Jóns-
dóttir, Oddssonar af Mýrum í Mýrasýslu, var hún ljós-
móðir um fjölda ára. Kona Jóns er Sigríður Jónsdóttir,
Jónssonar, Þórðarsonar úr Ólafsvík. En móðir hennar