Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 77
ALMANAK 1912.
53
var Þorhjörg- Ólafsdóttir, Ólafssonar úr Snæfellsnessýslu.
Þau Jón og Sigríöur bjuggu 6 ár á Hofstööum í Stafholts-
tungu og eitt ár á Uppsölum í NoröurArdal og fluttu þaö-
an vestur um baf árið 1878. Nam Jón land við höfnina í
Mikley í Winnipegvatni og bjó þar í 24 ár, bygði hann
bryggju við höfnina og hélt henni vir), þar til stjórn-
in bygði þar bryggju. Hann hafði þar eldiviðarsölu um
mörg ár og stofnaði þar verzlun í félagi við son sinn, Jón
H. Johnson. Árið 1905 seldi hann land sitt og flutti til
Grunnavatnsbygðar og nam þar land í annað sinn og býr
þar enn og er talinn auðugur maður.
JÓn H. Johnson, sonur Jóns er um er ritað hér næst
á undan kom til Ameríku 5 ára gamall, með föður sínum
og dvaldi með honum í Mikley. Þat bygði hann íshús 1
félagi við föður sinn og þá feðgana Stefán Jónsson og
Kjartan son hans. Gufubát bygði hann einnig í félagi
við áðurnefnda feðga og stofnaði verzlun nieð föður sínum
eins og áður er frásagt. Það var árið 1893 að hann bygði
gufubátinn og hafði aðeins einn gufubátur á Winnipeg-
vatni verðið íslenzk eign áður. Hann hélt bátnum út í
3 ár, þá keypti hann inatsöluhús í Selkirk og flutti þang-
að 1895 og var við það í 7 ár. Verzlun haíði hann lika í
Selkirk. Hann flutti til Grunnavaln.sbygðar árið 1902 og
nam þar land og býrþar enn. Fiskiverzlun byrjaði hann
í Mikley 1892 og hefir rekið hana altaf síðan með góðum
árangri og er nú talinn auðugur maður. Fiskiverzlun
sína hefir hann á Oak Point síðan hann flutti vestur. Síð-
asthðinn vetur 1910—11 keypti hann 40 vagnhlöss(carload)
af fiski við Manitobavatn, í samkeppni við marga góða dug-
andismenn og sýnirþaðaðhann hcfir áunniðséi hyllimargra
viðskiltamanna. Jón er giftur Björgu Jónsdótti- bónda
Jónssonar er lengi bjó á Skallhóli í Miðdölum í Dalasýslu.
En móðir hennar var Þorbjörg Guðmundsdóttir, frá Rif-