Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 86
62
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
ársfundi félagsins haustiö 1904 skrifu&u sig aBeins 8 menn
í félagiö. En um veturinn bættust nokkrir viö, svo fé-
lagsmenn voru 18 um voriö. Átti félagið þá aöeins 70
doll. í sjóöi. Fanst félaginu sér þá ofurefli aö reisa sam-
komuhús, alveg af sínum eigin kröftum. Varö þaÖ því
aö ráöi í félaginu aö skrifa lestrarfélaginu Mentahvöt og
bændafélagi GrunnavatnsbygÖar og óska eftir að þan
vildu taka höndum saman viö félagið Veröandi og koma
upp samkomuhúsi. Bændafél. sinti ekki þessu tilboöi.
En lestrarfélagið tóic því vel. Félagiö Veröandi haföi
tiltekið svæöi er húsiö skyldi reist á viö austanvert Grunna-
vatn. Kusu þá bæði félögin 3 menn hvort í nefnd til aÖ
ákveða hvar á því svæöi húsiö skyldi reisa, og var þaö
samþykt, aö húsiÖ skyldi reist á landi Björns Þorsteins-
sonar (S. 14, T. 19, R. 3. W.) og er þaö aö kalla má
í miðri bygö. Síðan var byrjaö 4 framkvæmdum. Fé-
lögin lögöu til sína 70 doll. hvort. Samskot voru hafin
með.tl félagsmanna, síðari part vetrar cg varö af því góÖ
ur árangur. Nokkrir utanfélagsmenn gáfu og fé til þess
ótilkvaddir. Loforö voru getin um ókeypis aödrætli á
efni er flytja þurfti bæði frá sögunarmylnu sem er 20 míl-
ur austur frá Grunnavatni og frá Oak Point, senr er 20
mílur í vestur frá samkomuhúsinu. Kusu síöan fé ögin
sína 3 menn hvort í byggingarnefnd. Var svo húsiÖ
reist sumarið 1905 og öll vinna viö smír'ar og aödrætti
gelin. Húsið var nefnt Marklatid Hall, er þaö 40 fet á
lengd og 26 fet á breidd. Síðar var bygöur skúr viö hlið
hússins 20x14 fet, er hann hafðtir til að elda í og þar born-
ar fram veitingar. Félögin kjósa sinn manninn hvort í
stjórnarnefnd tii aö sjá um húsiö og þessir 2 menn velja
svo 3. manninn. Félögin eiga nú húsið skuldlaust og
skýli þar hjá fyrir 20 hesta. Félögin halda ár hvert sam-
eiginlegan fund, til aö gjöra reikningsskil og ræða um