Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Blaðsíða 97
ALMANAK 1912.
73
berta nýlendunni austur frá Tindastóll-pósthús og bjó þar
nokkur ár. Síðan seldi Gunnar landið og færði bú sitt
vestur að Medecine-á; keypti hann þá landJónsG. Pálma-
sonar og efldi þar búnað; er land það eitt af beztu ábýlis-
jörðum sveitarinnar. Hefir Gunnari farnast þar vel, og
hefir aukið og bætt bú sitt svo stóru munar.
27. ÞÁTTUR.
Kristj’án Jóhannsson. Kristján er bróðir Gunnars
Jóhannssonar—sjá þátt 26. Kristján flutti af íslandi sama
ár og Gunnar; fylgdust þeir að til Alberta. Kristján
kvæntist í Calgary Sigríði Magnúsdóttur, en nióðir henn-
ar hjet Ingunn og var Magnúsdóttir. Bjuggu foreldrar
hennar lengi á Efra-Hrepp í Skorradal í Borgarfjarðar-
sýslu; mun ætt sú hafa verið í Borgarfirði. Sigríður á
níu systkini á lífi, eru þau öll á íslandi, utan ein af systr-
um hennar, sem komin er til Ameríku, er nú í Duluth,
Minn. í Bandaríkjunum. Kristján átti son áður hann
g'Ptist með Guðrúnu Guðmundardóttur, ættaðri úr Norð-
ur-Þingeyjarsýslu, nú komin vestur um haf, gipt Guð-
mundi Guðmundarsyni ættuðum úr Núpasveit í Þingeyj-
arsýslu; piltur þessi heitir Hrómundur og er nú fulltíða
maður. — Börn eiga þau Kristján og Sigríður fimm á lífi;
hið elsta er 19 ára, Halldóra Sigríður, gipt Hannesi Sig-
urðarsyni, Eymundársonar. Næst elzta barn þeirra hjóna
er piltur 14 ára, Ármann að nafni. Kristján nam land
skammt norður af Tindastóll-pósthúsi og hefir búið þar
siðan; hann er dugnaðar- og myndarmaður, en vanheilsa
konu hans, hefir oft gert þeim hjónum lífið erfitt síðan þau
byrjuðu búnað.
28. ÞÁTTUR.
Sigtryggur Jóhannsson. Sigtryggur er bróðir