Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Qupperneq 99
ALMANAK 1912.
75
Brynjólfur faÖir hans var Oddsson. Voru þeir feögar
lengst æfi sinnar fram í Skagafjarðardölum. Brynjólfur
átti tvo bræður, Odd og Eirík. Einar ólst upp þar fram
í sveitinni, en á Mælifellsá mun hann hafa veriö all-lengi.
Einar var í frændsemi viö Jóhann Björnsson á Tindastól;
móðir Einars hjet Valgerður Rafnsdóttir frá Lytingsstöö-
um í Tungusveit. Ekki er hægt að segja hvert ár Einar
fór af íslandi, en til Alberta mun hann hafa komiö 1889,
en numið land árið 1890, eigi langt noröur frá Tindastóll-
pósthúsi. Einar vann löngum við sauöfjárgeymslu hjá
hjarðeigendum í Suður-Alberta og græddist honum brátt
fje á því. Einar kvæntist um þær mundir konu þeirri er
Jóhatina hjet; var hún viö aldur og tókust lítt ástir meö
þeim; sannaðist þar aö ,,ungur maöur og aldrað fljóð ekki
á saman í heimi“. Einar var ekki lipurmenni, en stífur
og skapstór, en Jóhanna vandlát og nauðunarsöm. Oróg
þá til sundurlyndis meö þeim; kom þar um síðir, aö Ein-
ar beiddist að skilja viö hana og fjekk því framgengt.
Skildu þau þá sameign að lögum, en eigi löngu síöar,
lagðist sá orörómur á, aö Einar væri í þingum viö frænd-
konu sína Ingibjörgu konu Siggeirs Jóhannssonar; tóku
þau þá saman, sem sagt er í Siggeirs þætti. Seldi þá
Einar land sitt og flutti burtu vestur til Rossland, B. C.
og var þar um sinn, en flutti þaöan suÖur til Montana, U.S.
31. ÞÁTTUR.
JÓn Gíslason. Jón er Skagfirzkur að ætt. Faöir
hans var Gísli Eiríksson, en nióöir Jóns hjetGuðrún, dótt-
ir Þorsteins á Hofstöðum í Viövíkursveit, bjuggu þau
hjón lengi á Miklahóli í sömu sveit, en síöast á Kjarvalds-
stööum í Hjaltadal. Systkini átti Jón ellefu; af þeim eru
þrír bræður á lífi: Páll og Stefán báðir á íslandi og Pétur
bóndi viö Tindastól. Kona Jóns var Sigurbjörg Guö-