Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Síða 103
ALMANAK 1912.
79
hann talaSi enska tungu svo vel, aö fáir útlendingar munu
þaö betur gjöra. Hin göfuga drengskaparlund, var eitikunn
Ólafs Goodmans. Þau hjón Ólafur og Concordía áttu
fjórar dætur. Þrjár lifa: Hólmfríður Anna, Jóninna Lauf-
ey og Zophonía, en sú fjóröa—Zophonía aö nafni—dó á
barnsaldri. Eptir fráfall Ólafs bjó Concordía meö dætur
sínar kyr, meö umsjá Sigfúsar Gnodmans tengdabróöur
síns. Nam hún þá land árið 1899; hafði hún þá tvö ábúö-
arlönd og bjó á þeim þangað til árið 1906, að hún seldi
lönd og lausafje og flutti til Red Deer bæjar; keypti hún
þar bæjarland og hefir verið þar síöan, ásamt dætrum
sínum.
33. ÞÁTTUR.
Sigurður Jónsson. Faðir Sigurðar, var Jón skáld
á Víðimýri í Skagafirði, Árnasonar á Tindum á Ásum í
Húnaþingi, Halldórssonar; Halldór var af ætt Mýramanna.
Móðir Sigurðar var Ástríður dótlir óðalsbúnda Sigurðar
Sigurössonar á Reykjum á Reykjabraut í Húnaþingi. Sig- *
urður var einn af allra merkustu bændum í Húnavatns-
sýslu á fyrri hluta 19. aldar. Voru þau hjón, Jón og Ást-
ríður mjög fyrir öörum að ætt og atgjörvi á sinni tíð og
ástsæl og velmetin; bjuggu þau um langan tíma á Víöi-
mýri og rnun þeirra lengi minnst verða, að höföingsskap
og risnu. Þó eigi sje hægt aö segja, að Jón á Víðimýri
væri stórskáld, þá er samt víst, að hann var eitt af vorum
beztu alþýðuskáldum; hann var eins og Stephan skáld
kvað um P. Ó.: ,,Söngur á hverri tungu“. Ei er mjer
vel ljóst, um systkini Jóns sál. á Víðimýri; veit jeg víst að
hálfbróðir hans var Hjólmar Loptsson á Æsustöðum
í Langadal og sem síðar bjó í Þverárdal uppfrá Bólstaða-
hlíð, hið mesta mikilmenni. Systur Jóns voru: Ingiríður
kona Benóní á Beinakeldu í Húnaþingi og Þorbjörg á