Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 108
84
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
fór Gunnlaugur vestur uin fjöll til borgarinnar Vancouver
og var þar um hríö. ÞaSan fór hann austur aptur árið
1889 til Calgary og settist þar aö. Ári síðar 1890 flutti
Gunnlaugur norður um til nýlendunnar og byggði sjer þá
heimili á ómældu landi, eina mílu suður frá því sem
Markerville nú er; þar var Gunnlaugur þrjú ár; eptir þau
liðin flutti hann aptur til Calgary, en Ijet þá af hendi bú-
stað sinn til Bjarnar Björnssonar. í Calgary var Gunn-
laugur þá hin næstu ár, en fór þaðan vestur að hafi til
Ballard, Wash. árið 1902 og var þar hin næstu missiri.
Árið 1904 fór Gunnlaugur austur til Calgary og bjó þar
þangað til árið 1908, að hann færði sig norður til Red Deer
bæjar; keypti hann þar bæjarland, byggði á því og hefir
búið þar síðan. Gunnlaugur er timbursmiður aö bandiðn;
er hann allstaðar viðurkendur sem bezti smiður og fram-
úrskarandi verkmaður; hann er drengur góður og vinsæll
og vel virtur hjá öllum sem kynnast honum. Sannast
það á Gunnlaugi, að dyggðin og ráðvendnin, eru sín eig-
in verðlaun.
37. ÞÁTTUR.
Björn Björnsson. Faðir Bjarnar var Björn Jónsson
í Hlíð við Kollafjörð á Hornströndum. Móöir Bjarnar
var Þórdís Guðmundardóttir, var Guðmundur sá Einars-
son; voru þeir Einar og Ásgeir alþ.maður á Þingeyrum í
Húnaþingi bræður. Björn átti mörg systkini og eru þau tal-
in í II. kafla 19. þætti, þar sem sagt er frá ætt Guðbjargar
systur Bjarnar. Björn átti Margrjeti dóttur þeirra hjóna
Gísla Eiríkssonar og Önnu Kristínar Einarsdóttur; Mar-
grjet dó ung 33 ára af barnsburðarafleiðingum. Þau
hjón höfðu eignast tíu börn, af þeim eru sjö lifandi. Björn
kom til Alberta ári síðar en Gísli tengdafaðir hans og
setti bú saman suður frá Markerville, þar sem áður hafði