Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Page 111
ALMANAK 1912.
87
Jón sál. Strong' var mikilmenni um flest. öann var þjóð-
flagasmiöur; á íslandi vann hann mest að járnsmíöi, en
lijer vestanhafs lagði hann timbursmíði fyrir sig; hann
var smiður íi allt; allt sem hann lagði hönd á, bar vitni
• um mikinn hagleik og hugvit mikið. Jóni Strong verður
aldrei rjettar lýst, en Stephán skáld gjörði í minningar-
ljóðum þeim, er hann kvað eptir Jón, þar stendur meðal
annars þetta:
„Snilld hann átti að erfðum
,,engan lœrdóm,
,,hug og mannvit mikið,
„minna af fróðleik;
„kjark og afl við örðugt
„atlot færði;
„skaplund skörungmennis
„skjallmál engin“.
39. ÞÁTTUR.
Hinar Jónsson (Hnappdal). Eptir aö Sigurður J.
Björnsson, hafði flutt á burtu af landi því, er hann settist
á—eins og segir í II. kafla 1. þætti—var það í eyði, þó
ekki lengi. Frá Dakota kom árið 1889, sá maður er hjet
Einar Jónsson, hafði hann kenningarnafn Hnappdal. Ekki
er mjer kunn ætt Einars, utan að hann var ættaður úr
Hnappadalssýslu og var þar uppalinn. Einar settist að í
Calgary um sinn, en fór þó aokkru síðar norður og nam
land það er Sigurður Jósúa hafði laust látið; varð Einar
eigandi þess og lifði þar öðru hvoru mörg fcr; að síðustu
seldi hann landið og fór suður til Dakota, þaráttihann
börn vel stæð, tvo sonu Sigurð og Jón og hjá honum dó
Einar, að því eg bezt veit. Síðari kona Sigfúsar Ólafs-
sonar, bónda í Dakota mun hafa verið dóttir Einars.
Einar Hnappdal var góður og skynsamur karl en hafði
farið á snið við bóklega menntun. eins og fiestir alþýðu-