Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1912, Síða 113
ALMANAK 1912.
89
insson, er fæddur áriö 1854, aö Brú á Jökuldal í Norður-
Múlasýslu, óx hann þar upp,tilþess hann var 19.áraaðaldri.
Þá var fariö að verða tíðrætt um mannflutning'a til Amer-
íku, var þar sagt gott til fjár, landskostir góðir og veöur-
gæði mikil; fýsti þá Kristinn, sem fleiri, að reyna þar ham-
ingjuna; hjelt hann þá vestur vorið 1873, ásamt fleirum
ungum mönnum, munu hafa verið í því föruneyti nær 20
íslendingar; af þeim voru nafnkenndastir: Árni Sigvalda-
son, síðar í Minnesota-nýlendunni íslenzku; Lúðvik Guð-
mundarson frá Torfastöðum í Vopnafirði, og Benedikt Jó-
hannesson, síðar bóndi við Garðar, N.-Dakota. Maí 29.
komu þeir til Filadelphiu, hjeldu þeir ferðinni áfram til
Wisconsin, til borgarinnar Milwaukee; í Wisconsin ríki
var Kristinn sex ár. Vorið 1879 flutti Kristinn til Norður-
Dakota og nam þar land í grennd við Garðar. Árið 1882
kvæntist Kristinn, ungfrú Sigurlaugu Guðmundardóttur,
systur St. G. Stephanssonar skálds. Sigurlaug var vel
að sjer gjör um flest, greind kona, sjálfstæð og þrautgóð.
Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, er öll náðu full-
orðins árum; það voru tveir drengir, sem hjetu Stefán
Kristinn Ólafur og Hannes Frost og ein dóttir: Guðhjörg
Lilja að nafni, öll vel gefin og mannvænleg, hjeldu og for-
eldrar þeirra þeim til menningar og fáir foreldrar ætlajeg
að inni betur af hendi foreldraskylduna en þau hjón Krist-
inn og Sigurlaug. Kristinn bjó á landi sínu í Garðar-
bygg8 þangað til árið 1889, að hann flutti vestur til Al-
berta; settist hann þá að í Calgary og dvaldi þar hin
næstu missiri. Ekki verður hjer sagt með vissu hvert ár
að Kristinn flutti norður í nýlenduna, en norðurmun hann
hafa verið kominn fyrir árið 1892; narn hann þá land að
vestanverðu við Medecine-á, þrjár mílur upp frá Marker-
ville, mots við Stephan mág sinn. Vel er Kristni farið og
margt vel gefið; ber til þess margt að hann má teljastfyr-